Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Page 10

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Page 10
Það er hefð fyrir því að skipta samkeppnisreglum niður eftir því hvaða tegund af samkeppnishömlum verið er að berjast gegn. Flokkunin er í grófum dráttum þessi: 1. Láréttir samningar, þ.e. samningar á milli aðila sem eru á sama stigi í framleiðslu eða dreifingu. 2. Lóðréttir samningar, þ.e. samningar á milli aðila sem ekki eru á sama framleiðslu- eða dreifingarstigi. 3. Misnotkun á markaðsyfirráðum. 4. Samruni fyrirtækja. 5. Samkeppnishömlur byggðar á ríkisyfirráðum. 6. Samkeppnishömlur byggðar á lögum og fyrirmælum í reglugerðum. 3. MISNOTKUN Á MARKAÐSRÁÐANDI STÖÐU 3.1 Ákvæði 1. mgr. 86. gr. Rómarsamningsins Samkeppnislög banna jafnan misnotkun fyrirtækja á markaðsráðandi stöðu. Rómarsamningurinn er engin undantekning í þessum efnum og í 1. mgr. 86. gr. Rs. er regla sem hljóðar þannig:6 Misnotkun eins eða fleiri fyrirtækja á markaðsráðandi aðstöðu á sameiginlega markaðinum eða verulegum hluta hans er bönnuð og ósamrýmanleg hinum sameigin- lega markaði að svo miklu leyti sem hún hefur áhrif á viðskipti milli aðildarríkja. Orðalag ákvæðisins gefur tilefni til nánari skoðunar á hugtökum eins og mis- notkun, fyrirtæki, markaðsráðandi staða og hvenær viðskipti milli aðildarríkja verða fyrir áhrifum af misnotkun. Eins og áður segir er misnotkunarhugtakið meginefni þessarar greinar en hér á eftir verður öðrum lykilhugtökum greinar- innar lýst nokkuð. Rétt er einnig að vekja athygli á stöðu greinarinnar gagnvait öðrum ákvæðum Rómarsamningsins og gagnvart öðrum samkeppnislögum. Því hefur m.a. verið slegið föstu í dómaframkvæmd að túlka beri ákvæðið til samræmis við önnur ákvæði samningsins og eru þar líklegust til skoðunar önnur ákvæði er varða samkeppnismál, svo sem grein 3(f) og greinar 85-90. Þá geta ákvæði annarra samninga haft áhrif á beitingu reglunnar og eru þar tvö ákvæði mikilvægust. 6 Hér er stuðst við þýðingu sem birtist í riti Stefáns Más Stefánssonar, Evrópuréttur, útg. 1991, Iðunn. 1 ritinu eru ákvæði Rómarsamningsins þýdd á bls. 321 og áfram. Það er hins vegar rétt að geta þess að þessi þýðing er að verulegu leyti frábrugðin þeirri þýðingu sem er að finna í samningnum um hið Evrópska efnahagssvæði samkvæmt C-deild Stjórnartíðinda nr. 31/1993 en þar er að finna þýðingu á 54. gr. EES-samningsins sem er að stofni til samhljóða 86. gr. Rs. Þar er enska heitið „dominant position“ þýtt sem yfirburðastaða. Þýðing Stefáns, markaðsráðandi staða, á betur við í þessu sambandi enda er hugtakið markaðsyfirráð mikilvægt í samkeppnisrétti. 66

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.