Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Qupperneq 10

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Qupperneq 10
Það er hefð fyrir því að skipta samkeppnisreglum niður eftir því hvaða tegund af samkeppnishömlum verið er að berjast gegn. Flokkunin er í grófum dráttum þessi: 1. Láréttir samningar, þ.e. samningar á milli aðila sem eru á sama stigi í framleiðslu eða dreifingu. 2. Lóðréttir samningar, þ.e. samningar á milli aðila sem ekki eru á sama framleiðslu- eða dreifingarstigi. 3. Misnotkun á markaðsyfirráðum. 4. Samruni fyrirtækja. 5. Samkeppnishömlur byggðar á ríkisyfirráðum. 6. Samkeppnishömlur byggðar á lögum og fyrirmælum í reglugerðum. 3. MISNOTKUN Á MARKAÐSRÁÐANDI STÖÐU 3.1 Ákvæði 1. mgr. 86. gr. Rómarsamningsins Samkeppnislög banna jafnan misnotkun fyrirtækja á markaðsráðandi stöðu. Rómarsamningurinn er engin undantekning í þessum efnum og í 1. mgr. 86. gr. Rs. er regla sem hljóðar þannig:6 Misnotkun eins eða fleiri fyrirtækja á markaðsráðandi aðstöðu á sameiginlega markaðinum eða verulegum hluta hans er bönnuð og ósamrýmanleg hinum sameigin- lega markaði að svo miklu leyti sem hún hefur áhrif á viðskipti milli aðildarríkja. Orðalag ákvæðisins gefur tilefni til nánari skoðunar á hugtökum eins og mis- notkun, fyrirtæki, markaðsráðandi staða og hvenær viðskipti milli aðildarríkja verða fyrir áhrifum af misnotkun. Eins og áður segir er misnotkunarhugtakið meginefni þessarar greinar en hér á eftir verður öðrum lykilhugtökum greinar- innar lýst nokkuð. Rétt er einnig að vekja athygli á stöðu greinarinnar gagnvait öðrum ákvæðum Rómarsamningsins og gagnvart öðrum samkeppnislögum. Því hefur m.a. verið slegið föstu í dómaframkvæmd að túlka beri ákvæðið til samræmis við önnur ákvæði samningsins og eru þar líklegust til skoðunar önnur ákvæði er varða samkeppnismál, svo sem grein 3(f) og greinar 85-90. Þá geta ákvæði annarra samninga haft áhrif á beitingu reglunnar og eru þar tvö ákvæði mikilvægust. 6 Hér er stuðst við þýðingu sem birtist í riti Stefáns Más Stefánssonar, Evrópuréttur, útg. 1991, Iðunn. 1 ritinu eru ákvæði Rómarsamningsins þýdd á bls. 321 og áfram. Það er hins vegar rétt að geta þess að þessi þýðing er að verulegu leyti frábrugðin þeirri þýðingu sem er að finna í samningnum um hið Evrópska efnahagssvæði samkvæmt C-deild Stjórnartíðinda nr. 31/1993 en þar er að finna þýðingu á 54. gr. EES-samningsins sem er að stofni til samhljóða 86. gr. Rs. Þar er enska heitið „dominant position“ þýtt sem yfirburðastaða. Þýðing Stefáns, markaðsráðandi staða, á betur við í þessu sambandi enda er hugtakið markaðsyfirráð mikilvægt í samkeppnisrétti. 66
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.