Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Page 20
enda dregur það úr samkeppni á markaðinum ef keppinaut er útrýmt. Dæmigerð
aðferð til þess að útrýma keppinaut er að ná til sín viðskiptavinum hans með því
að bjóða lágt verð eða neita að versla við hann.
c. Jafnræði á markaðinum. Athöfn sem hefur þær afleiðingar að mismuna þeim
sem keppa á markaðinum með ólíkum skilmálum við sambærileg viðskipti er
dæmigerð misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Helstu dæmin um þetta eru sér-
stök afsláttarkjör til þeirra sem eiga eingöngu viðskipti við hið markaðsráðandi
fyrirtæki.
Sterk tengsl eru á milli athafnar annars vegar og afleiðinga hennar hins vegar.
Þessi tengsl þurfa þó ekki alltaf að koma fram. Sem dæmi má nefna að
markaðsráðandi fyrirtæki getur ákveðið að fara af stað með undirboð á markað-
inum til þess að auka markaðshlutdeild sína. Venjulega nær fyrirtækið þeim
árangri sem það sækist eftir en það er þó ekki sjálfgefið þar sem neytendur geta
hugsanlega brugðist ókvæða við slíkri fyrirætlan og sniðgengið fyrirtækið.
Þessi viðbrögð neytenda breyta því hins vegar ekki að athöfnin sjálf er mis-
notkun í sjálfu sér og afleiðingar hennar skipta ekki máli þegar skoðað er hvort
um misnotkun sé að ræða. Þessi greining milli athafnar annars vegar og
afleiðingar hins vegar er nauðsynleg til að skilja misnotkunarhugtakið til fulln-
ustu. I framkvæmd skiptir þetta þó minna máli því það er athöfnin sjálf sem
gefur tilefni til afskipta samkeppnisyfirvalda. Næsta mál á dagskrá er því að
skoða kjarna misnotkunarhugtaksins sem er spurningin um það hvað hið
markaðsráðandi fyrirtæki aðhafðist.
6. MISNOTKUN í FRAMKVÆMD
6.1 Almennt
Til þess að öðlast skilning á misnotkunarhugtakinu er nauðsynlegt að kanna
dómaframkvæmd á þessu sviði. Vandamálið er hins vegar að fjölbreytileiki
málanna er mikill og ekki er alltaf auðvelt að draga fram meginsjónarmiðin í
hverri úrlausn. Eftirfarandi atriði eru líkleg til þess að hafa áhrif á mat stofnana
ESB á því hvort umdeildar aðgerðir fela í sér brot á ákvæði 86. gr. Rs. eða ekki:
Einkenni athafnar; voru athafnimar eðlilegar undir viðkomandi kringum-
stæðum; hefur samkeppnin þegar verið veikt með yfirburðastöðu aðila; hvaða
áhrif hafa aðgerðirnar á aðra á markaðinum; hver var tilgangur hins markaðs-
ráðandi fyrirtækis og hvernig samræmast aðgerðirnar undirstöðusjónarmiðum
Rómarsamningsins.43
Hér að neðan verða rakin þýðingarmestu dæmin úr réttarframkvæmd stofn-
ana ESB varðandi aðgerðir fyrirtækja sem fela í sér misnotkun á markaðs-
ráðandi stöðu. Hér er hins vegar ekki um tæmandi upptalningu að ræða. Við
framsetningu efnis hefur verið reynt að flokka tilvik saman eftir því sem efni
43 Um þetta vísast að öðru leyti til Bellamy & Child, Common Market Lavv of
Competition. 1993, Sweet & Maxwell, London, bls. 616.
76