Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Qupperneq 20

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Qupperneq 20
enda dregur það úr samkeppni á markaðinum ef keppinaut er útrýmt. Dæmigerð aðferð til þess að útrýma keppinaut er að ná til sín viðskiptavinum hans með því að bjóða lágt verð eða neita að versla við hann. c. Jafnræði á markaðinum. Athöfn sem hefur þær afleiðingar að mismuna þeim sem keppa á markaðinum með ólíkum skilmálum við sambærileg viðskipti er dæmigerð misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Helstu dæmin um þetta eru sér- stök afsláttarkjör til þeirra sem eiga eingöngu viðskipti við hið markaðsráðandi fyrirtæki. Sterk tengsl eru á milli athafnar annars vegar og afleiðinga hennar hins vegar. Þessi tengsl þurfa þó ekki alltaf að koma fram. Sem dæmi má nefna að markaðsráðandi fyrirtæki getur ákveðið að fara af stað með undirboð á markað- inum til þess að auka markaðshlutdeild sína. Venjulega nær fyrirtækið þeim árangri sem það sækist eftir en það er þó ekki sjálfgefið þar sem neytendur geta hugsanlega brugðist ókvæða við slíkri fyrirætlan og sniðgengið fyrirtækið. Þessi viðbrögð neytenda breyta því hins vegar ekki að athöfnin sjálf er mis- notkun í sjálfu sér og afleiðingar hennar skipta ekki máli þegar skoðað er hvort um misnotkun sé að ræða. Þessi greining milli athafnar annars vegar og afleiðingar hins vegar er nauðsynleg til að skilja misnotkunarhugtakið til fulln- ustu. I framkvæmd skiptir þetta þó minna máli því það er athöfnin sjálf sem gefur tilefni til afskipta samkeppnisyfirvalda. Næsta mál á dagskrá er því að skoða kjarna misnotkunarhugtaksins sem er spurningin um það hvað hið markaðsráðandi fyrirtæki aðhafðist. 6. MISNOTKUN í FRAMKVÆMD 6.1 Almennt Til þess að öðlast skilning á misnotkunarhugtakinu er nauðsynlegt að kanna dómaframkvæmd á þessu sviði. Vandamálið er hins vegar að fjölbreytileiki málanna er mikill og ekki er alltaf auðvelt að draga fram meginsjónarmiðin í hverri úrlausn. Eftirfarandi atriði eru líkleg til þess að hafa áhrif á mat stofnana ESB á því hvort umdeildar aðgerðir fela í sér brot á ákvæði 86. gr. Rs. eða ekki: Einkenni athafnar; voru athafnimar eðlilegar undir viðkomandi kringum- stæðum; hefur samkeppnin þegar verið veikt með yfirburðastöðu aðila; hvaða áhrif hafa aðgerðirnar á aðra á markaðinum; hver var tilgangur hins markaðs- ráðandi fyrirtækis og hvernig samræmast aðgerðirnar undirstöðusjónarmiðum Rómarsamningsins.43 Hér að neðan verða rakin þýðingarmestu dæmin úr réttarframkvæmd stofn- ana ESB varðandi aðgerðir fyrirtækja sem fela í sér misnotkun á markaðs- ráðandi stöðu. Hér er hins vegar ekki um tæmandi upptalningu að ræða. Við framsetningu efnis hefur verið reynt að flokka tilvik saman eftir því sem efni 43 Um þetta vísast að öðru leyti til Bellamy & Child, Common Market Lavv of Competition. 1993, Sweet & Maxwell, London, bls. 616. 76
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.