Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Síða 21

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Síða 21
eru til. Þess má jafnframt geta að misnotkun sem tengist eignarrétti að hug- verkum er stundum flokkuð sérstaklega í fræðibókum. Þessi leið er þó ekki farin hér þar sem slík mál hafa að jafnaði ekki nein séreinkenni. 6.2 Sölusynjun 6.2.1 Almennt Dómstólar ESB hafa mótað þá reglu að sölusynjun af hálfu markaðsráðandi fyrirtækis brjóti gegn 86. gr. Rs. nema að fyrirtækið geti bent á einhverjar hlutlægar réttlætingarástæður. Hér má greina á milli tvenns konar tilvika. Annars vegar þegar sölusynjun er ætlað er að vera þáttur í að útrýma keppinaut (e. crippling) og hins vegar almenna sölusynjun sem hefur áhrif á samkeppnina í heild sinni. í framkvæmd hefur þessi greinarmunur þó enga sérstaka þýðingu þar sem bæði tilvikin fela í sér misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Fyrsta málið sem varðaði sölusynjun til neytanda var mál Commercial Solvents gegn framkvæmdastjórn ESB.44 Atvik málsins voru á þann veg að Commercial Solvents (CS) var með yfirburðastöðu sem aðal dreifingaraðili á lyfinu amino- butanol. Lítið ítalskt fyrirtæki, Zoja, notaði aminobutanol til þess að framleiða ethambutol og CS var aðal söluaðili þess. Dótturfyrirtæki CS hóf að framleiða vörur með ethambutoli og CS ákvað einhliða að breyta sölutilhögun á amino- butanoli og neitaði í kjölfarið að selja Zoja lyfið. I dómi Evrópudómstólsins er í upphafi tekið fram að fyrirtæki með yfirburðastöðu gæti ekki þegar það tæki að keppa á markaði haft í frammi aðgerðir af þessum toga til þess að útrýma keppinautum sem þá væru til staðar. Slíkt athæfi væri andstætt markmiði greinar 3(f) og samkeppnisreglum Rómarsamningsins og hefði í för með sér misnotkun í skilningi 86. gr. í framhaldi af þessari dómsniðurstöðu vöknuðu spurningar um það hvort mismunandi reglur gætu gilt varðandi sölusynjun markaðsráðandi fyrirtækis eftir því hvort það synjaði gömlum viðskiptavini um viðskipti eða hvort það hafnaði að eiga viðskipti við nýja aðila. I máli United Brands gegn fram- kvæmdastjórn ESB45 lagði Evrópudómstóllinn á það áherslu að markaðs- ráðandi fyrirtæki gæti ekki hætt sölu til viðskiptamanns sem hefði verið í viðskiptum til langs tíma og fylgir hefðbundnum viðskiptavenjum, þ.e. pantanir þessa viðskiptamanns eru á engan hátt óvenjulegar. Einnig vísaði dómurinn til f-liðar 3. gr. Rs. þar sem slík synjun hefði í för með sér skiptingu markaða til óhagræðis fyrir neytendur og leiddi að lokum til þess að samkeppnisaðila væri útrýmt af markaðinum.46 Fyrirtækið reyndi að réttlæta hegðun sína með því að benda á að viðskiptavinurinn væri einkaumboðsaðili fyrir samkeppnisaðila. 44 Commercial Solvents gegn framkvæmdastjórn ESB (1974) 1 CMLR 309; (1974) ECR 223. 45 United Brands gegn framkvæmdastjórn ESB (1978) 1 CMLR 429 (1978) ECR 207. 46 Ibid §§ 182. 77
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.