Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Side 22
Dómurinn sagði um þetta að markaðsráðandi fyrirtæki gæti gripið til sann-
gjarnra ráðstafana til að vernda viðskiptahagsmuni sína en þessar ráðstafanir
mættu hins vegar ekki hafa að markmiði að styrkja stöðu fyrirtækisins með
ólögmætum hætti. Niðurstaðan í þessu máli vekur upp þá spurningu hvort sama
niðurstaða hefði fengist ef pöntun hefði verið óvenjuleg. Á þetta reyndi að vissu
leyti í máli Polaroid/SSI Europe47 þar sem Polaroid neitaði að selja SSI filmur
á þeim grundvelli að það magn sem pantað hefði verið væri of mikið fyrir
markað SSI. Sátt var gerð í málinu en framkvæmdastjórnin lagði áherslu á að
sölusynjun sem hlutlægt séð væri óréttlætanleg yrði talin fela í sér brot á 86. gr.
Þeirri spurningu hefur verið varpað fram hvort markaðsráðandi fyrirtæki
verði að selja nýjum viðskiptavinum á markaðinum. Fræðimenn hafa talið að sé
synjun byggð á veikum grunni svo sem á þjóðemi viðskiptamannsins eða ef hið
ráðandi fyrirtæki hefur mjög mikla markaðshlutdeild þá yrði synjun þess að
selja nýjum viðskiptamanni hugsanlega talin fela í sér misnotkun. Á þessu sviði
er þó að finna fast land undir fótum varðandi svokallaða ómissandi aðstöðu (e.
essential facilities) en stofnanir ESB hafa mótað þá reglu þegar markaðsráðandi
fyrirtæki hefur einhverja aðstöðu sem samkeppnisaðilar geta ekki verið án að
þá sé óheimilt að synja þeim um aðgang að þeirri aðstöðu.48 Á þessari reglu er
m.a. byggt í skýrslu um Euro-Port A/S49 þar sem framkvæmdastjórn ESB
sagði að markaðsráðandi fyrirtæki sem neitaði að veita keppinautum aðgang að
ómissandi aðstöðu væri að misnota stöðu sína.50
6.2.2 Hugverkaréttindi
Þegar markaðsráðandi fyrirtæki á tiltekin hugverkaréttindi vaknar sú
spurning hvort fyrirtækið geti neitað öðrum um aðgang að þeim réttindum. í
máli CICRA gegn Renault51 sagði í dómi að það að verða sér úti um slík
lögvernduð réttindi fæli ekki í sér misnotkun á yfirburðastöðu en meðferð
réttindanna gæti verið háð takmörkunum, s.s. að neita að selja varahluti, ákveða
ósanngjarnt verð eða að ákveða að hætta að framleiða varahluti fyrir módel sem
enn er í umferð. I máli Volvo gegn Eric Veng (UK)52 var rökstuðningurinn
sambærilegur að því er varðaði það álitaefni hvort það teldist vera misnotkun á
yfirburðastöðu ef framleiðandi neitaði að veita söluleyfi gegn hæfilegu endur-
47 Polaroid/SSI Europe, (1983) 13. Skýrsla um stefnu í samkeppnismáluni. (e. Report on
Competition Policy), bls. 95. §§ 155-157.
48 Richard Whish, Competition Law, (1993) Butterworths, London, bls. 277. Varðandi
beitingu reglunnar í íslenskum rétti má vísa til greinar Jónasar Fr. Jónssonar í viðskiptablaði
Morgunblaðsins 9. janúar 1997, bls. B 7, þar sem hann reifar úrskurð Samkeppnisráðs nr.
42/1996, svokallað póstdreifingarmál.
49 Re Euro-Port A/S gegn Denmark (1994) 5 CMLR 457.
50 Ibid §§ 12.
51 CICRA gegn Renault (1990) 4 CMLR 265.
52 Volvo gegn Eric Veng(UK) (1988) ECR 6211; (1989) 4 CMLR 122.
78