Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Síða 23

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Síða 23
gjaldi. í máli Hilti gegn framkvæmdastjórn ESB53 voru málavextir þeir að fyrirtækið átti einkaleyfi á skothylkjum í naglabyssur. Þegar aðilar óskuðu eftir leyfi til að framleiða samkvæmt einkaleyfinu setti fyrirtækið upp óeðlilega háa þóknun og frestaði leyfisveitingu eins lengi og mögulegt var. Undirréttur Evrópudómstólsins sagði að sanngjarn söluaðili hefði átt að gera sér grein fyrir því að krafa um hátt endurgjald fæli í sér synjun á veitingu nytjaleyfa og að þessi hegðun fæli án vafa í sér misnotkun á markaðsráðandi stöðu. 6.2.3 Önnur dæmi um sölusynjanir I réttarframkvæmd stofnana ESB hefur reynt á sölusynjun með ýmsum hætti eins og sést á eftirfarandi dómum. í máli Hugin gegn framkvæmdastjórn ESB54 hélt framkvæmdastjórnin því fram að fyrirtækið hefði misnotað stöðu sína með því að neita að selja viðskipta- mönnum utan dreifingarsvæðis fyrirtækisins varahluti í vélar sem fyrirtækið framleiddi. Þetta hindraði notendur vélanna í því að ákveða upp á eigin spýtur hvar ætti að leita þjónustu og viðgerða á vélunum. Fyrirtækið skaut málinu til Evrópudómstólsins sem ógilti ákvörðun framkvæmdastjómarinnar á þeim for- sendum að aðgerðir fyrirtækisins hefðu ekki áhrif á viðskipti milli aðildarríkja. I máli Radio Telefís Eireann gegn framkvæmdastjórn ESB55 voru mála- vextir þeir að fyrirtækið neitaði að dreifa upplýsingum um sjónvarpsefni sitt næstu viku til fyrirtækis sá um útgáfu á sjónvarpsblaði. Oumdeilt var að fyrir- tækið átti höfundarétt á framsetningu á dagskrá sinni. Undirréttur Evrópudóm- stólsins sagði um þetta að synjun fyrirtækisins væri ekki nauðsynleg til þess að tryggja undirstöðuvirkni útgáfuréttarins og því ósamrýmanleg gmndvallar- sjónarmiðum um óhindraða vöruflutninga og frjálsa samkeppni. í máli IBM gegn framkvæmdastjórn ESB56 var fjallað um þann hátt IBM að selja tiltekinn hugbúnað eingöngu til þeirra notenda sem notuðu ákveðinn búnað sem framleiddur var af IBM (e. memory bundling). Sátt var gerð í málinu eftir að IBM lofaði að víkja frá þessari framkvæmd sem bendir til þess að aðilar hafi verið sammála um að þessi háttsemi bryti gegn 86. gr. Rs.57 6.2.4 Vöruskortur Það er raunhæft álitaefni fyrir markaðsráðandi fyrirtæki hvemig það eigi að bregðast við þegar draga verður úr sölu til viðskiptamanna vegna vöruskorts. Á 53 Hilti gegn framkvæmdastjórn ESB (1992) 2 CMLR 16. 54 Hugin gegn framkvæmdastjóm ESB (1979) 3 CMLR 345; ECR 1869. 55 Radio Telefis Eireann gegn framkvæmdastjórn ESB (1991) ECR II 485; (1991) 4 CMLR 586. 56 IBM gegn framkvæmdastjórn ESB (1981) ECR 2639; 3 CMLR 635. GVL (1981) 1 CMLR 221. 57 Sjá Goyder, D.G, EEC Competition Law, (1992) 2. útgáfa, Oxford. 79
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.