Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Blaðsíða 24

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Blaðsíða 24
þetta reyndi í máli BP gegn framkvæmdastjórn ESB58 en þar komu til athug- unar aðgerðir BP meðan á olíukreppunni árið 1973 stóð. Af hálfu framkvæmda- stjórnarinnar var því haldið fram að fyrirtæki í slíkri stöðu yrði að taka sanngjarnt tillit þarfa allra viðskiptamanna sinna. Evrópudómstóllinn komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að þótt þetta sjónarmið gæti átt við þegar um stöðugt viðskiptasamband væri að ræða þá gæti það ekki átt við urn viðskipta- vini sem ekki stæðu í slíku viðskiptasambandi við fyrirtækið.59 í máli BPB Industries og British Gypsum gegn framkvæmdastjórn ESB60 reyndi aftur á þetta álitaefni. Fyrirtækið notaði sölukerfi sem tryggði tilteknum viðskiptavinum forgang þegar skortur var á vörunni þ.e.a.s. þeim sem keyptu ekki framleiðsluvörur frá keppinautunum. I dómsforsendum sagði að það væri hluti almennrar viðskiptastefnu fyrirtækja að ákveða hlutlæg og réttlát sjónar- mið varðandi það hvernig haga ætti sölu til viðskiptavina þegar vöruskortur væri. Kerfi sem veitti tryggum viðskiptavinum forgang þegar skortur væri á vörunni hefði þann tilgang að útiloka keppinauta frá markaðinum og væri því misnotkun á markaðsráðandi stöðu. 6.2.5 Islenskur réttur Sölusynjanir eru eitt af algengustu dæmum um misnotkun á markaðsráðandi stöðu og því er athyglisvert að beina sjónum að þeim málum sem hafa fengið umfjöllun hjá Samkeppnisráði af því tagi en þar er af nógu að taka. í máli Félags íslenskra stórkaupmanna gegn Flúðasveppum61 kvartaði dreifingaraðili yfir því að honum var synjað um bein viðskipti við Flúðasveppi eina innlenda framleiðanda sveppa en jafnframt var óheimilt að flytja inn sveppi. Samkeppnisráð komst að þeirri niðurstöðu að Flúðasveppir hefðu ráðandi stöðu á markaðinum þegar innflutningsbann væri í gildi og sagði síðan „að sú ófullnægjandi og takmarkaða samkeppni sem ríkir í heildsöludreifingu á sveppum meðan innflutningstakmarkanir eru í gildi stríði gegn markmiði sam- keppnisla^a og feli í sér skaðlegar samkeppnishindranir sbr. 17. gr. samkeppn- islaga“. A sölusynjun reyndi einnig í máli er varðaði kvörtun vegna sölu- synjunar Bónuss hf.62 Fyrirtækið var talið markaðsráðandi en spurningin var hvort það væri lögmæt ástæða sölusynjunar að viðskiptamaðurinn ætlaði að kaupa tilgreindar vörur til endursölu. Einnig reyndi á það hvort fyrirtækinu væri heimilt að skammta vörur til viðskiptamanna sinna. I niðurstöðu sinni segir 58 B.P. (ABG and AVIA 3rd Pties) gegn framkvæmdastjóm ESB (1978) 3 CMLR 174; (1978) ECR 1513. 59 Ibid §§ 30. 60 BPB Industries and British Gypsum gegn framkvæmdastjórn ESB (1993) 5 CMLR 32. 61 Félag íslenskra stórkaupmanna gegn Flúðasveppum, ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 17/1994, Skýrsla Samkeppnisstofnunar 1994, bls. 54. 62 Kvörtun vegna sölusynjunar Bónuss hf., ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 18/1995, Skýrsla Samkeppnisstofnunar 1995, bls. 97. 80
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.