Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Page 26

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Page 26
ekki verið leidd að því rök að synjunin hafi haft önnur þau skaðlegu áhrif sem fjallað er um í 17. gr. samkeppnislaga. Það er ekki auðvelt að bera saman niðurstöður Samkeppnisráðs og stofnana ESB þar sem um ólíkt umhverfi er að ræða en hins vegar virðist ýmislegt benda til þess að íslenskum fyrirtækjum með markaðsráðandi stöðu sé gefið heldur meira svigrúm en tíðkast í rétti ESB. 6.3 Osanngjörn verðlagning 6.3.1 2. mgr.(a) 86. gr. Rómarsamningsins Af a-lið, 2. mgr. 86. gr. Rs. verður ráðið að ósanngjörn verðlagning er andstæð ákvæði 1. mgr. greinarinnar. Þetta hefur síðan verið staðfest í dórna- framkvæmd og má í því sambandi vísa til máls United Brands gegn fram- kvæmdastjórn ESB64 þar sem Evrópudómstóllinn sagði að verðlegði markaðs- ráðandi fyrirtæki vöru sína með ósanngjörnum hætti þá ætti slíkt óumdeilanlega undir 86. gr. Rs. Varðandi mat á því hvort verðlagningin væri ósanngjörn taldi dómstóllinn rétt að líta til þess hvort fyrirtækið hefði notað markaðsráðandi stöðu sína til að ná fram hagnaði af vörusölu sem það hefði ekki haft möguleika á að ná ef full samkeppni hefði ríkt á markaðinum. Það hefur síðan verið rannsakað nánar hvað felst í hugtakinu ósanngjörn verðlagning. 6.3.2 Okur Þegar markaðsráðandi fyrirtæki okrar á viðskiptaaðilum sínum, fellur sú háttsemi án vafa undir 86. gr. Rs. Vandamálið er hins vegar að átta sig á því hvenær verð vöru er svo hátt að hægt sé að tala um okur. Þetta var eitt af þeim vandamálum sem Evrópudómstóllinn þurfti leysa í máli United Brands gegn framkvæmdastjórn ESB.65 í málinu lá fyrir að fyrirtækið breytti söluverði á afurðum sínu reglulega með það fyrir augum að ná sem mestum hagnaði. Dómstóllinn sagði um þessa háttsemi að það væri augljóslega misnotkun þegar verð á vörunni væri í engu samhengi við viðskiptalegt verðmæti (e. economic value) hennar.66 Lykilatriði í þessu sambandi væri því að sannreyna hvert væri viðskiptalegt verðmæti vörunnar sem dómstóllinn benti á að mætti gera með því að reikna framleiðslukostnaðinn. Hins vegar benti dómstóllinn einnig á að ekki væri nóg að líta eingöngu til þess hvort mismunur á milli framleiðslu- kostnaðar og söluverðs væri óhóflegur til að ákvarða hvort um okur væri að ræða eins og framkvæmdastjórn ESB hafði gert. Það væri einnig nauðsynlegt að kanna hvort söluverðið væri ósanngjarnt í sjálfu sér eða hvort það væri óeðlilega hátt í samanburði við samkeppnisvörur.67 64 United Brands gegn framkvæmdastjórn ESB (1978) 1 CMLR 429 (1978) ECR 207. 65 United Brands gegn framkvæmdastjórn ESB [1978] 1 CMLR 429 [1978] ECR 207. 66 Ibid §§ 250. 67 Ibid §§ 252. 82

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.