Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Síða 29

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Síða 29
fyrirtækið. Slík viðskiptakjör byggð á viðskiptalegum rökum taldi Samkeppnis- ráð ekki vera skaðleg samkeppni á markaðinum. 6.3.5 Mismunun viðskiptavina í c-lið, 2. mgr. 86. gr. Rs. segir að misnotkun geti falist í því að mismuna viðskiptaaðilum með ólíkum skilmálum í sambærilegum viðskiptum. Þessi regla þarfnast töluverðrar skoðunar enda er altítt í viðskiptum að viðskiptavinir greiði mismunandi verð fyrir sömu vöru. Fyrir þessu geta verið margar ástæður og sumar geta verið fyllilega réttlætanlegar. Af þeirri ástæðu hefur almennt verið viðurkennt að mismunandi verð séu eingöngu ólögmæt þegar ekki er að finna hlutlæga réttlætingu á verðmismuninum.75 Það er því nauðsynlegt að kanna hverju sinni með skoðun á markaðsaðstæðum hvort brot hafi átt sér stað. Þetta vandamál var skoðað í máli United Brands gegn framkvæmdastjórn ESB.76 I málinu lá fyrtr að dreifingaraðilar á vörum United Brands keyptu vöruna allir á sama stað en verð á vörunni voru hins vegar mismunandi eftir því á hvem markað varan átti að fara. Fyrirtækið ákvað verðið hverju sinni eftir skoðun á því hvað viðkomandi markaður gæti greitt fyrir vöruna. Fram- kvæmdastjórn ESB taldi þessa háttsemi ólögmæta þar sem viðskiptavinirnir fengu vöruna á mismunandi verði sem hefði áhrif á samkeppnisstöðu þeirra innbyrðis.77 United Brands skaut þessari ákvörðun til Evrópudómstólsins með þeim rökum að verðmyndum væri ákveðin af markaðsaðstæðum á hverjum stað t.d. varðandi samkeppni frá öðram vörum, stjórnvaldsákvörðunum eða veður- fari. Dómstóllinn benti hins vegar á að þessir þættir hefðu takmörkuð áhrif á fyrirtækið þar sem vörur þess væru ætíð seldar á sama stað og það væru dreifingaraðilarnir sem tækju alla markaðsáhættuna. Dómurinn sagði síðan að þessi verðmismunur milli dreifingaraðila ásamt því að dreifingaraðilunum var bannað að eiga viðskipti sín á milli með vöruna bryti því gegn 86. gr. Rs.78 6.4 Einkaréttar- eða trúnaðarsamningar um kaup á vörum 6.4.1 Samningar um einkarétt Það er almenn venja í viðskiptum að framleiðandi og dreifingaraðili á tiltekinni vöru semji um einhvers konar viðskiptalega samvinnu með hagsmuni beggja aðila í huga. Framleiðandinn reynir að tryggja stöðuga eftirspurn eftir vörunni og dreifingaraðilinn vill tryggja stöðuga afhendingu og nauðsynlega þjónustu með vörunni. Til að ná fram þessum markmiðum er algengt að aðilar geri með sér samning um einkarétt hvors um sig. Þótt þessir samningar séu í 75 Bellamy & Child, Common Market Law of Competition, 1993, Sweet & Maxwell, London, p. 624. 76 United Brands gegn framkvæmdastjórn ESB [1978] 1 CMLR 429 [1978] ECR 207. 77 Ibid §§ 214. 78 Ibid §§ 232. 85
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.