Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Blaðsíða 30

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Blaðsíða 30
eðli sínu samkeppnishamlandi þá hefur verið viðurkennt að við eðlilegar sam- keppnisaðstæður sé heimilt að gera slíka samninga þó með ákveðnum fyrir- vörum.79 Aðstæður breytast hins vegar verulega þegar samkeppni hefur verið skert vegna þess að eitt fyrirtæki á markaðinum hefur markaðsráðandi stöðu.80 Rökin fyrir þessu viðhorfi eru þau að slíkir einkasamningar markaðsráðandi fyrirtækis feli í sér óviðunandi hindrun á markaðsaðgangi. Þessi regla var upprunalega sett af Evrópudómstólnum í Hoffman-La Roche gegn fram- kvæmdastjórn ESB81 þar sem dómstóllinn sagði eftirfandi: An undertaking which is in a dominant position on a market and ties purchasers - even if it does so at their request - by an obligation or promise on their part to obtain all or most of their requirements exclusively from the said undertaking abuses its dominant position within the meaning of Article 86 of the Treaty, whether the obligation in question is stipulated without further qualification or whether it is undertaking in consideration of the grant of rebate.82 Dómstóllinn sagði síðan að skuldbinding aðila um að kaupa eingöngu af hinum markaðsráðandi aðila hvort sem um slík kaup giltu afsláttarkerfi eða ekki stæðist ekki markmið 86. gr. Rs. um hindrunarlausa samkeppni á markaði ESB.83 Þegar einkaréttarsamningar eru skoðaðir með hliðsjón af samkeppnislögum er mikilvægt að greina á milli þess hvort dreifingaraðilinn er starfsmaður hins markaðsráðandi fyrirtækis eða sjálfstæður aðili. Það leiðir af eðli samkeppnis- reglna að aðeins hið síðarnefnda fellur undir ákvæði samkeppnislaga. Samband dreifingaraðila og hins markaðsráðandi fyrirtækis getur hins vegar verið með ýmsum hætti og undir þeim kringumstæðum þarf af skera úr því hvernig samband aðila er. Þá gildir sú regla að munurinn á milli starfsmanns og dreif- ingaraðila eða umboðsmanns ráðast af því hvort hið markaðsráðandi fyrirtæki og viðsemjandi mynda efnahagslega einingu (e. economic unit). í skýrslu um European Sugar Cartel84 þurfti framkvæmdastjórnin m.a. að skera úr um hvort samband aðila félli undir samkeppnisreglur. Málið snérist um það að markaðsráðandi fyrirtæki lagði þær skyldur á umboðsmenn sína að selja ein- ungis vörur frá fyrirtækinu. Dómstóllinn sagði að notaði framleiðandi umboðs- mann sem væri einungis stuðningsdeild sem myndaði óaðskiljanlegan hluta af fyrirtækinu auk þess sem umboðsmaðurinn keypti beint frá framleiðandanum 79 Þetta vandmál fellur hins vegar undir ákvæði 85. gr. Rs. 80 Sjá um þetta efni t.d. BPB Industries and British Gypsum aegn framkvæmdastjórn ESB [1993] 5CMLR32. 81 Hoffmann-La Roche gegn framkvæmdastjóm ESB [1979] ECR 461 [1979] 3 CMLR 211. 82 Ibid §§ 89. 83 Ibid §§ 90. 84 Re the European Sugar Cartel [1976] 1 CMLR 295; [1975] ECR 1367. 86
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.