Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Page 31

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Page 31
þá fæli slík háttsemi hvorki í sér misnotkun á markaðsráðandi stöðu né sönnun á slíkri misnotkun.85 Sérstök vandamál varðandi einkaréttarsamninga hafa risið þegar samningurinn hefur að geyma ákvæði er segir efnislega að fái viðskiptavinur tilboð sem er hagstæðara en það sem boðið er í samningnum þá megi hann taka slíku tilboði svo fremi að hið markaðsráðandi fyrirtæki geri ekki samsvarandi breytingar á samningnum.86 í máli Hoffman-Le Roche gegn framkvæmdastjórn ESB87 var ein af málsástæðum fyrirtækisins að slrkt ákvæði kæmi í veg fyrir samkeppnis- hamlandi áhrif einkaréttarsamnings. Þessi málsástæða átti hins vegar lítinn hljómgrunn hjá Evrópudómstólnum sem benti á að reglan væri eingöngu tæki fyrir fyrirtækið til að bera kennsl á samkeppnisaðila og til að fá upplýsingar um tilboð þeirra. Dómurinn sagði því að samningsákvæðið kæmi ekki í veg fyrir samkeppnishamlandi áhrif einkaréttarins og það væri alls ekki grundvöllur til þess að ákvarða það að einkaréttarsamningur fæli ekki í sér misnotkun á aðstöðu. I máli AKZO Chemie gegn framkvæmdastjórn ESB88 var sambærilegt samningsákvæði til skoðunar en þar bauð markaðsráðandi fyrirtæki viðskipta- vinum sínum að selja vörur sínar á verði sem væri rétt fyrir neðan þau tilboð sem viðskiptavinurinn fengi frá samkeppnisaðilum AKZO. Dómurinn taldi að þetta væri ólögmæt misnotkun þar sem það fæli í sér þrýsting á kaupanda að kaupa eingöngu frá hinu markaðsráðandi fyrirtæki. 6.4.2 Skuldbindingar í framtíðinni í máli Hoffman-La Roche gegn framkvæmdastjórn ESB89 var eitt af við- fangsefnunum samningur milli fyrirtækisins og viðskiptavinar þar sem viðskipta- vinurinn skuldbatt sig til að kaupa eingöngu frá fyrirtækinu næstu fimm árin. Evrópudómstóllinn sagði að slrk skuldbinding í svo langan tíma til hagsbóta fyrir hið markaðsráðaðndi fyrirtæki væri misnotkun á markaðsráðandi stöðu. 6.4.3 Kynningargreiðslur I rnáli BPB Industries gegn framkvæmdastjórn ESB90 var til skoðunar hvort markaðsráðandi fyrirtæki mætti veita viðskiptamanni styrk ætlaðan til kynningar á vöru gegn því að viðskiptamaðurinn keypti eingöngu vörur frá fyrirtækinu. Undirréttur Evrópudómstólsins taldi um misnotkun að ræða þar sem tilgangur slíks fyrirkomulags væri m.a. að tryggja það að viðskiptamaður- inn keypti eingöngu frá hinu markaðsráðandi fyrirtæki.91 85 Ibid §§ 492-3. 86 Þessi regla er stundum kölluð enska reglan (e. English clause). 87 Hoffmann-La Roche gegn framkvæmdastjórn ESB [1979] ECR 461 [1979] 3 CMLR 211. 88 AKZO Chemie gegn framkvæmdastjórn ESB [1991] ECR 1 3359; [1993] 5 CMLR 215. 89 Hoffmann-La Roche gegn framkvæmdastjórn ESB [1979] ECR 461 [1979] 3 CMLR 211. 90 BPB Industries and British Gypsum gegn framkvæmdastjórn ESB [1993] 5 CMLR 32 91 Ibid §§ 76. 87

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.