Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Page 32

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Page 32
6.4.4 Afsláttarkjör Þegar gerðir eru einkaréttarsamningar fær dreifingaraðilinn að jafnaði umbun í formi afsláttar af verði vörunnar sem gagngjald fyrir hollustu sína við framleiðandann. Það er því hagkvæmni í því að fjalla um vandamálið hvenær afsláttur á verði vöru brýtur gegn 86. gr. Rs. í tengslum við umfjöllun um einka- réttarsamninga. Það er þó rétt að vekja athygli á því að formlegur samningur milli aðila er ekki nauðsynlegur í þessu sambandi. 6.4.4.1 Afsláttur gegn hullustu eða trúmennsku (e. fidelity or loyalty rebates) Með dómum sínum hefur Evrópudómstóllinn skapað þá reglu að noti markaðsráðandi fyrirtæki afsláttarkerfi til að binda viðskiptavininn við fyrir- tækið þá sé slfk háttsemi misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Þessi regla kom fyrst fram hjá framkvæmdastjórn ESB í skýrslu um European Sugar Cartel.92 Fyrirtækið sem var markaðsráðandi setti fram tiltekið sölumarkmið gagnvart viðskiptavinum sínum. Þeir af viðskiptavinunum sem náðu þessu marki öðluð- ust þar með rétt til að kaupa vöruna á lægra verði. Framkvæmdastjórnin benti á að afsláttarkerfið væri líklegt til að letja viðskiptamenn fyrirtækisins til að kaupa vörur frá öðrum framleiðendum auk þess sem kerfið fól í sér að ólíkir skilmálar gátu gilt um tvo kaupendur sem keyptu sama magn á sama tíma frá fyrirtækinu. Niðurstaðan var því sú að afsláttarkerfið bryti gegn 86. gr. Rs. Svipað úrlausnarefni kom upp í máli BPB Industries og British Gypsum gegn framkvæmdastjórn ESB93 en þar sagði Undirréttur Evrópudómstólsins að afsláttarkjör sem einungis voru veitt viðskiptavinum sem keyptu eingöngu af fyrirtækinu fælu í sér misnotkun á markaðsráðandi stöðu skv. 86. gr. Rs. í máli Hoffman-Le Roche gegn framkvæmdastjórn ESB94 reyndi á afslátt- arkerfi fyrirtækisins. Evrópudómstóllinn gerði greinarmun á milli afsláttar- kerfis sem byggðist á föstu hlutfalli (e. fixed rate) og kerfis er byggði á stig- hækkandi hlutfalli (e. progressive rates). Um afsláttarkjör fyrirtækisins sagði dómurinn að föst afsláttarkjör þess væru nátengd einkarétti samningsaðila og þar af leiðandi hollustuafsláttur og brot á 86. gr. Rs. Um afsláttarkjör fyrirtæk- isins byggð á stighækkandi hlutfalli sagði dómurinn að jafnvel þótt afsláttar- kjörin virtust við fyrstu sýn byggjast á magninnkaupum þá væru þau í rauninni afsláttarkjör er byggðust á hollustu.95 Þessi niðurstaða gefur hins vegar vísbendingu um að afsláttur sem byggist á stighækkandi hlutfalli geti verið lögmætur að vissum skilyrðum uppfylltum, sbr. það sem segir hér að neðan. 92 Re the European Sugar Cartel [1976] 1 CMLR 295; [1975] ECR 1367 93 BPB Industries and British Gypsum gegn framkvæmdastjórn ESB [1993] 5 CMLR 32 94 Hoffmann-La Roche gegn framkvæmdastjórn ESB [1979] ECR 461 [1979] 3 CMLR 211. 95 Ibid §§ 98. 88

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.