Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Qupperneq 35

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Qupperneq 35
ómögulegt var fyrir söluaðila Michelin að ná sölumarki sínu varðandi þessa tegund hjólbarða. Einnig sagði fyrirtækið að þessi afsláttur gilti almennt um sölu á hjólbörðum. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu með hliðsjón af málsatvikum að ekki væri um ólögmætan kaupbæti að ræða og felldi því niðurstöðu framkvæmdastjórnarinnar úr gildi. 6.6 Hörnlur settar á viðskiptavini 6.6.1 Bann við endursölu Af réttarframkvæmd stofnana ESB má ráða að það er misnotkun á markaðs- ráðandi stöðu að banna viðskiptamönnum sínum að endurselja vöru til annarra dreifingaraðila. Slíkar takmarkanir eru stundum orðaðar í samningum aðila en einnig er algengt að slík regla sé falin í framkvæmdavenju hins markaðsráðandi fyrirtækis. Dæmi um slíkar takmarkanir var að finna í máli United Brands gegn framkvæmdastjórn ESB.106 Fyrirtækið krafðist þess af dreifingaraðilum sínum að þeir seldu ekki óþroskaða banana. Vegna tiltölulega stutts sölutíma banana urðu afleiðingar þessa banns þær að með öllu var ómögulegt fyrir dreif- ingaraðila að flytja banana á aðra markaði. Þessu til viðbótar hafði United Brands þá stefnu að afhenda dreifingaraðilum minna magn en þeir báðu um hverju sinni. Evrópudómstóllinn sagði að bann við endursölu með þessum hætti væri án vafa misnotkun á markaðsráðandi stöðu þar sem bannið hefði í för með sér verðmismun milli markaða til óhagræðis fyrir neytendur.107 6.6.2 Krafa um afhendingu á réttindum í framtíðinni í skýrslu framkvæmdastjórnar ESB um Eurofima108 voru málavextir þeir að fyrirtækið sem var markaðsráðandi óskaði eftir tilboðum í þróun á tiltekinni vöru. í útboðinu var það áskilið að fyrirtækið eignaðist allan rétt til að nota öll einkaleyfi sem yrðu til við þróunarvinnuna án þess að þurfa að hafa samráð við hönnuðinn og hönnuðurinn átti heldur ekki rétt á neinum bótum. Framkvæmda- stjórn ESB taldi að slfk krafa um að eignast hugsanleg einkaleyfi sem yrðu til væru efnislega óviðeigandi og misnotkun á aðstöðu í skilningi 86. gr. Rs. 6.6.3 Hömlur settar af yfirvöldum Þegar markaðsráðandi fyrirtæki kemur í veg fyrir samkeppni með vísun til innlendra laga eða reglugerða þá getur slík háttsemi falið í sér misnotkun á aðstöðu. Bein afleiðing af slíkri niðurstöðu er að viðkomandi lög eða reglu- gerðir standast ekki 86. gr. Rs. þegar þeim er beitt af markaðsráðandi fyrirtæki. Þetta kemur skýrlega fram í máli British Telecommunications gegn fram- 106 United Brands gegn framkvæmdastjóm ESB [1978] 1 CMLR 429 [1978] ECR 207. 107 Ibid, §§ 159. 108 Re Eurofima [1973] CMLR D217. 91
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.