Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Qupperneq 39

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Qupperneq 39
mannréttindaákvæðin til nútímalegs horfs og að endurskoða ákvæðin með tilliti til alþjóðlegra skuldbindinga Islands á sviði mannréttindaverndar.1 Endurskoð- unin leiddi til setningar stjómarskipunarlaga nr. 97/1995 sem breyttu stjónar- skránni nr. 33/1994 með síðari breytingum og tóku gildi þann 28. júní 1995.2 Meðal þeirra breytinga sem gerðar voru var setning nýrrar jafnræðisreglu. Er 65. gr. stjórnarskrárinnar nú svohljóðandi: Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.3 Svo sem ljóst er af orðalagi 65. gr. stjórnarskrárinnar er hér um að ræða almenna jafnræðisreglu ásamt sérreglu sem leggur sérstaka áherslu á jafnrétti kynjanna. í þessari grein mun ég taka hina almennu jafnræðisreglu til skoðunar og reyna að svara spurningunni um gildissvið hennar og það hvort hún sé í eðli sínu efnisregla. Með þeirri spurningu hvort reglan sé í eðli sínu efnisregla er átt við hvort hún hafi eitthvert raunverulegt efnisinntak sem geri borgumnum kleift að byggja á henni efnislegan rétt gagnvart ríkisvaldinu fyrir dómi. 2. DÓMUR HÆSTARÉTTAR 20. FEBRÚAR 1997 í dórni sínum frá 20. febrúar 1997 í málinu Guðrún Eiríksdóttir gegn íslenska rrkinu byggði Hæstiréttur mat sitt á örorkubótum á tilvísun til 65. gr. stjórnar- skrárinnar. I málinu var deilt um fjárhæð bóta vegna slyss er ung stúlka varð fyrir í skólaleikfimi. Vegna aldurs stúlkunar er slysið varð var ekki unnt að byggja á neinum gögnum sem beinlínis áttu við hana sjálfa varðandi örorkutjón hennar og varð útreikningur tjónsins því að byggjast á áætlun um framtíðarhorfur hennar á vinnumarkaði. Fyrir Hæstarétti lágu örorkutjónsútreikningar trygg- ingafræðings þar sem annars vegar var miðað við fullar tekjur iðnaðarmanna „eins og um dreng væri að ræða“ en hins vegar 75% af þeim tekjum.4 1 Frumvarp til stjórnarskipunarlaga um breyting á stjórnarskrá lýðveldisins íslands, nr. 33/1944, með síðari breytingum, þingskjal nr. 389, 118. löggjafarþing (1994-95), bls. 4. Hér eftir verður vitnað í þingskjal þetta sem „greinargerð“. 2 Hér eftir verður vitnað í stjórnarskrá lýðveldisins Islands, nr. 33/1944, með síðari breyt- ingum, þ.m.t. breytingum samkvæmt stjórnarskipunarlögum nr. 97/1955, sem stjómarskrá. 3 Stjónarskipunarlög nr. 97/1995, um breyting á stjórnarskrá lýðveldisins íslands, nr. 33/1944, með síðari breytingum, 3. gr. 4 Varðandi fjárhæð bótakröfunnar var einnig deilt um það við hvaða dag útreikningur á höfuðstólsverðmæti örorkutjóns stúlkunnar skyldi miðast, slysdag eins og venja ber til eða aðra dagsetningu. Vegna þessa álitaefnis lá þriðja útgáfa örorkutjónsútreikningsins einnig fyrir Hæstarétti er miðaði við annan dag en slysdag. Hæstiréttur hafnaði þeirri aðferð við örorkutjónsútreikninginn og verður ekki frekar fjallað um það álitaefni hér. 95
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.