Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Side 43

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Side 43
varpið.10 Nefndin taldi í raun fjallað um jafnrétti kynjanna með upphaflegu tillögunum en bætti hinu sérstaka ákvæði við til þess að leggja frekari áherslu á það.11 í framsöguræðu með breytingartillögunni er hnykkt á því að sérreglan um jafnrétti kynjanna feli í sér mjög sterk fyrirmæli en sé þó fyrst og fremst hugsuð til frekari áréttingar á hinum almennu fyrirmælum um að allir skuli vera jafnir fyrir lögum án tillits til m.a. kynferðis. Þó er tekið fram að sérreglan sé til þess ætluð að veita frekari viðspyrnu þar sem misbrestur sé á jafnrétti kynjanna og þar sem aðilar þurfi að sækja rétt sinn til slrks jafnréttis.12 Það er því ljóst að í sérrreglunni getur að einhverju leyti falist víðtækari vernd en í hinni almennu jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrárinnar. Auk hins áðurgreinda er rétt að hafa í huga að í samræmi við þá lögskýringar- reglu að landslög eigi að túlka með hliðsjón af alþjóðalögum13 er hugsanlegt að önnur sjónarmið komi að einhverju leyti inn í myndina við skýringu á sérreglunni 10 Stjómarskrárnefnd auglýsti eftir athugasemdum við frumvarpið og bámst fjölmargar ábendingar en þær em ekki birtar með nefndarálitinu. Umsögn Lögmannafélags íslands hefur verið gefin út sérstaklega í Lögmannafélag Islands: Mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar- umsögn Lögmannafélags íslands um frumvarp til stjórnarskipunarlaga um breytingu á stjórnarskrá lýðveldisins Islands, nr. 33/1944, Reykjavík, 1995. Aðrar umsagnir og ábend- ingar sem stjórnarskrárnefnd bámst em opnar almenningi og fáanlegar hjá nefndadeild Alþingis. Ábendingar um þetta efni er að ftnna í eftirtöldum umsögnum: Áður tilvitnuð umsögn Lögmannafélags Islands, bls 27-30; Mannréttindaskrifstofa íslands: Umsögn Mannréttindaskrifstofu Islands um endurskoðun mannréttindakafla stjórnarskrárinnar, dagsett í Reykjavík 2. febrúar 1995, óútgefín, fáanleg hjá nefndadeild Alþingis, bls. 17; Rauði Kross íslands: Athugasemdir við fmmvarp til stjómarskipunarlaga um breytingu á stjómarskrá Islands, nr. 33/1944, dagsett í Reykjavík 31. janúar 1995, óútgefnar, fáanlegar hjá nefndadeild Alþingis, bls. 12; Jafnréttisráð: Bréf til Stjórnarskrárnefndar Alþingis, dagsett í Reykjavík 23. janúar 1995, óútgefið, fáanlegt hjá nefndadeild Alþingis, bls. 1-2; Kvenréttindafélag íslands: Bréf til Stjórnarskrámefndar Alþingis, dagsett í Reykjavík 26. janúar 1995, óútgefíð, fáanlegt hjá nefndadeild Alþingis, bls. 1-2; Félag UNIFEM á Islandi: Bréf til Hr. alþingismanns Geirs H. Haarde, dagsett 16. janúar 1995, óútgefíð, fáanlegt hjá nefndadeild Alþingis, bls. 1; Barna- heill: Athugasemdir við frumvarp til stjórnarskipunarlaga um breytingu á stjómarskrá Islands nr. 33/1944, dagsettar í Reykjavík 23. janúar 1995, óútgefnar, fáanlegar hjá nefndadeild Alþingis, bls. 3; Alþýðusamband fslands: Bréf til Alþingis, dagsett í Reykjavík 25. janúar 1995, óútgefið, fáanlegt hjá nefndadeild Alþingis, bls. 1; Bandalag starfsmanna ríkis og bæja: Athugasemdir við frumvarp til breytinga á stjómarskránni, dagsettar í Reykjavík 2. febrúar 1995, óútgefnar, fáanlegar hjá nefndadeild Alþingis, bls. I og Arnmundur Backman, Atli Gíslason, Bryndís Hlöðversdóttir og Lára V. Júlíusdóttir: Athugasemdir vegna fmmvarps til laga um breyting á stjómarskrá lýðveldisins íslands, dagsettar í Reykjavík 20. janúar 1995, óútgefnar, fáanlegar hjá nefndadeild Alþingis. 11 Sjá Nefndarálit um frv. til stjómarskipunarlaga um breyt. á stjómarskrá lýðveldisins íslands, nr. 33/1944, með síðari breytingum, þingskjal nr. 758, 118. löggjafarþing (1994-95), bls. 4. 12 Sjá Alþingistíðindi B, bls. 5298. 13 Sjá t.d. greinargerð, bls. 11. 99

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.