Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Síða 47

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Síða 47
reglu stjórnsýsluréttar.24 Þó má segja að hin nýja jafnræðisregla stjórnarskrár- innar skjóti styrkari stoðum undir hana. Stjórnsýslulög nr. 97/1993 hafa aðeins takmarkað gildissvið og gilda hvorki um samningu reglugerða né annarra almennra stjórnvaldsfyrirmæla, sbr. 1. gr. Er hér um að ræða mikilvægt svið meðferðar framkvæmdavaldsins þar sem í ríkum mæli er kveðið á um réttindi og skyldur borgaranna. Með lögfestingu jafnræðisreglu í stjórnarskránni verða þær mikilvægu valdheimildir fram- kvæmdavaldsins sem felast í setningu reglugerða og annarra almennra stjórn- valdsfyrirmæla nú einnig taldar háðar mælistiku almennrar jafnræðisreglu. Ekki er loku fyrir það skotið að jafnræðisregla stjórnarskrárinnar muni einnig hafa einhver áhrif á þróun jafnræðisreglu stjórnsýsluréttar sem lögfest er í 11. gr. stjómsýslulaga nr. 97/1993. Dómur Hæstaréttar frá 20. febrúar 1997 í mál- inu Guðrún Eiríksdóttir gegn íslenska ríkinu felur í sér ákveðnar vísbendingar sem gætu haft áhrif í því sambandi. Hæstiréttur hafði ekki samkvæmt jafn- réttislögum nr. 28/1991 talið sér skylt að komast að sömu niðurstöðu um mat á örorkubótum til ungra stúlkna og í umræddum dómi frá 20. febrúar 1997. Var það svo þrátt fyrir þá staðreynd að 3. gr. jafnréttislaga nr. 28/1991 feli í sér almennt bann við hvers kyns mismunun og að skv. 1. gr. sé tilgangur þeirra að koma á jafnrétti og jafnri stöðu kvenna og karla á öllum sviðum. Má ætla að munurinn liggi í hinu sérstaka mikilvægi stjómarskrárinnar sem æðri löggjafar og því að jafnréttislögum nr. 28/1991 er ekki beinlínis beint að meðferð dómsvaldsins með sama hætti og mannréttindaákvæðum stjórnarskrárinnar. Deila má um það hvort sá munur réttlæti fyrri dóma Hæstaréttar sem byggðu á kynbundnum launamun sem staðreynd þegar til framtíðar væri litið. Hitt er annað mál að þessi stefnubreyting Hæstaréttar sýnir svo ekki verður um villst að þótt fyrir séu jafnræðisákvæði í almennum lögum eins og t.d. í stjómsýslu- lögum þá kann tilkoma 65. gr. stjórnarskrárinnar að hafa áhrif á beitingu og þróun þeirra í réttarframkvæmd. Það er því ekki loku fyrir það skotið að hin almenna jafnræðisregla stjórnarskrárinnar muni hafa raunhæfa þýðingu fyrir jafnræðisreglu stjórnsýsluréttar samkvæmt 11. gr. stjórnsýslulaga nr. 97/1993. Loks verður ljóslega ályktað á grandvelli áður rakinna ummæla greinargerðar um jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar að hún varði meðferð löggjafarvaldins. 24 11. gr. stjórnsýslulaga nr. 97/1993 er svohljóðandi: „Við úrlausn mála skulu stjómvöld gæta samræmis og jafnræðis í lagalegu tilliti. Oheimilt er að mismuna aðilum við úrlausn mála á grundvelli sjónarmiða, byggðra á kynferði þeirra, kynþætti, litarhætti, þjóðemi, trúarbrögðum, stjórnmálaskoðunum, þjóðfélagsstöðu, ætterni eða öðrum sambærilegum ástæðum". 103
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.