Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Síða 52

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Síða 52
reglura. í málinu um „belgíska tungumálastríðið“ samþykkti hann berum orðum í sératkvæði að greiningaraðferð dómstólsins væri góð og gild en hún byggir m.a. á því að almenn regla um jafna meðferð sé brotin ef mismunandi meðferð tilvika skorti hlutlæga og sanngjama réttlætingu.39 Þetta er einmitt það sem hann taldi áður vera uppgjöf við allar tilraunir til rökrænnar greiningar á máli sem fjallar um jafnræðisreglu. Telja verður að greining Ross á eðli almennra jafnræðisreglna sem sett var fram 1953 sé barn síns tíma sem eigi sér ekki stoð í raunveruleikanum í dag. Frá því hún var sett fram hefur mikil þróun átt sér stað á sviði jafnræðisreglna á alþjóðavettvangi. Sjónarmið Ross sem hér vora rakin eru í hróplegu ósam- ræmi við þær vísbendingar um eðli hinnar almennu jafnræðisreglu stjórnar- skrárinnar sem raktar verða hér á eftir. Þær vísbendingar eru dregnar af því sem ráðið verður um löggjafarviljann af greinargerð og öðrum lögskýringargögnum og af þróun og efni alþjóðaréttarlegra jafnræðisreglna. Því verður ályktað að sjónarmið þau sem hér hefur verið lýst um að almennar jafnræðisreglur geti ekki verið eiginlegar efnisreglur hafi engin áhrif á skýringu á hinni almennu jafnræðisreglu íslensku stjórnarskrárinnar. 5.3 Efnisregla? Þeirri spurningu var slegið fram í upphafi hvort hin almenna jafnræðisregla stjórnarskrárinnar feli í eðli sínu í sér eiginlega efnisreglu sem borgaramir geti byggt rétt sinn gagnvart rfkisvaldinu á fyrir dómi. Verður nú vikið að því. Dómur Hæstaréttar frá 20. febrúar 1997 í málinu Guðrún Eiríksdóttir gegn íslenska ríkinu varðar viðtekna hætti dómsvaldsins við sönnunar- og líkindamat í réttarframkvæmd. Dómurinn er eins og áður var greint ekki fordæmi um það hvemig eiginlegri réttarreglu sem byggist á settum lögum eða öðrum réttar- heimildum svo sem fordæmi eða venju verði vikið til hliðar af Hæstarétti á grundvelli 65. gr. stjómarskrárinnar. Dómurinn sýnir því í raun ekkert um það hvort eða hvernig jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar verður beitt sem mælikvarða á stjómskipulegt gildi laga og meðferð löggjafarvaldsins. Þá hefur dómurinn eins og rakið var lítið forspárgildi um það hvemig 65. gr. stjórnarskrárinnar verður beitt um meðferð framkvæmdavaldsins umfram það að benda til þess að jafnræðisreglan gildi einnig á því sviði. Dómurinn er því sem fordæmi tak- markaður við meðferð dómsvaldsins og enn frekar við meðferð þess við sönnunar- og líkindamat en ekki við meðferð þess við mat á því hvort eiginlegar réttarreglur standast kröfur stjórnarskrárinnar. Hvað varðar þessi atriði verður því að líta til annarra heimilda til að spá fyrir um það hvort hinni almennu jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar verður beitt sem raunverulegri efnisreglu. Höfundar 65. gr. stjómarskrárinnar gerðu alveg ljóst að jafnræðisreglan ætti ekki að vera algild regla. Skilaboð greinargerðarinnar eru hins vegar nokkuð 39 Sjá European Court of Human Rights, Series A, 1968, Case „relating to certain aspects of the laws on the use of languages in education in Belgium“, Strassborg, 1968. 108
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.