Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Page 79

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Page 79
4. STARFSEMI GERÐARDÓMS OG RÁÐGJAFARÞJÓNUSTU Á tímabilinu frá 27. febrúar 1996 til 28. febrúar 1997 bárust verkefnanefnd tvær beiðnir um verkefni, en 5 bárust á sama tímabili 1995 til 1996. Beiðnirnar voru, önnur frá LÍÚ um erfðafjárskatt af kvótaeign en hin frá félagsmálanefnd Alþingis um álit á breytingu á lögum nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnu- deilur. Báðar beiðnimar voru afgreiddar. Engin beiðni barst um gerðardóm. Fyrir liggur flokkuð skrá yfir álitsgerðir og gerðardóma sem Lagastofnun hefur staðið að. Er hún varðveitt í skrifstofu lagadeildar. Formaður verkefna- nefndar er Þorgeir Örlygsson prófessor. Aðrir í nefndinni eru Stefán Már Stefánsson og Sigurður Líndal. 5. SAMSTARFSNET UM NEYTENDARANNSÓKNIR Samkvæmt samþykkt stjómar Lagastofnunar 7. febrúar 1997 gerðist stofnunin aðili að samstarfsneti um styrki norrænu ráðherranefndarinnar til rannsókna í neytendamálum. Aðrir aðilar eru: Viðskiptaráðuneytið, Félags- vísindastofnun Háskóla íslands, Viðskiptafræðistofnun Háskóla íslands og Neytendasamtökin. Stjórnin fól Páli Sigurðssyni prófessor að vera fulltrúi Lagastofnunar í þessu samstarfi. Sigurður Líndal 135

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.