Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1998, Qupperneq 4

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1998, Qupperneq 4
að lögtaka ákvæði sem styrkt gætu stöðu dómsvaldsins gagnvart löggjafar- valdinu að þessu leyti. Látum það vera. Hitt er slæmt að sá misskilningur kemur fram í frumvarpinu á stöku stað að lögtaka þess leiði til sparnaðar. Það sjá allir sem eitthvað þekkja til að kostnaðaraukinn mun nema drjúgum hærri fjár- hæðum en sá spamaður sem ef til vill er hægt að ná. Framansagt breytir engu um það að ekki ber að vanvirða þá fyrirætlan löggjafans að styrkja stöðu og sjálfstæði dómstólanna og efla tiltrú almennings á þeim, jafnvel þótt svo að meiri áhersla virðist lögð á hið svokallaða sýnilega sjálfstæði, sem er í mikilli tísku nú um stundir, fremur en að huga að hinum kalda raunveruleika. Tiltrú almennings á dómstólunum ræðst í bráð og lengd af því hvemig dómstólunum tekst að fylgja þeirri gmndvallarreglu að afgreiða þau mál sem þeim berast bæði fljótt og vel. Takist ekki að framfylgja þessari gmnd- vallarreglu stoðar lítt þótt hin ytri umgjörð líti vel út. Löggjafans er hins vegar að skapa þau skilyrði sem auðvelda dómstólunum á allan hátt að rækja þessar skyldur sínar. í frumvarpinu eru sérstaklega nefnd tvö atriði öðmm mikilvægari til þess að ná hinum yfirlýstu markmiðum. Annars vegar er Dómstólaráð og hins vegar nefnd um dómarastörf. Dómstólaráði, sem skipað verður 4 dómumm og einum manni sem dóms- málaráðherra tilnefnir, er markað víðtækt valdsvið. Tilgangurinn með því að koma þessari stjórnsýslustofnun á fót er m.a. sá „að færa ákvörðunarvald um ýmis mikilvæg atriði varðandi fjárreiður og innri starfsemi dómstólanna“, eins og í frumvarpinu segir, frá dómsmálaráðherra til ráðsins. Hlutverk Dómstóla- ráðs er nokkuð ítarlega skilgreint í 14. gr. laganna auk þess sem víðar í lögunum er kveðið á um verkefni þess. I frumvarpinu segir jafnframt að ljóst sé að dómsmálaráðherra hafi áfram vald til ákvarðanatöku um margvísleg atriði er dómsvaldið varðar. Valdsvið Dómstólaráðs nær eingöngu til héraðsdóm- stólanna, ekki til Hæstaréttar. í frumvarpinu eru fremur ótrúverðugar skýringar á því hvers vegna það skref er ekki stigið til fulls að bæði dómstigin heyri undir Dómstólaráð og hlýtur eitthvað annað að búa að baki en þar er sagt frá. Hvað sem því líður getur þessi tilhögun leitt til góðs ef vel tekst til. Ekki verður þó hjá því komist að benda á að tilnefning dómsmálaráðherra á einum ráðsmanni, sem með réttu eða röngu má líta á sem fulltrúa hans, þýðir það að ráðherranum er fært að hafa mun meiri áhrif á innri málefni dómstólanna og stjórn þeirra heldur en dómsmálaráðuneytið hefur nokkru sinni haft. Með fullum rétti má segja dómsmálaráðuneytinu til hróss að það hefur, eftir því sem best er vitað, ekki haft uppi neinar beinar aðgerðir til áhrifa á störf dómstólanna sem verið hafa í óþökk þeirra. Fremur má segja að afskiptaleysi á sumum sviðum hafi verið full mikið. En nóg um það. Það sem hér skiptir mestu máli er að Dómstólaráð fái nægilegt svigrúm til þess að gegna skyldum sínum og að verkaskipting milli þess og dómsmálaráðuneytisins sé skýr og ótvíræð. Nefnd um dómarastörf, sem svo er kölluð, er aðallega ætlað tvíþætt hlutverk. Annars vegar að hafa með höndum agamál dómara og bregðast við kvörtunum 88
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.