Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1998, Síða 7

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1998, Síða 7
ofbeldisbrotum. Viðhorfarannsóknir sem höfundur hefur unnið í samvinnu við Félagsvísindastofnun Háskóla íslands hafa jafnframt leitt í ljós auknar áhyggjur almennings af afbrotum auk þess sem mikill meirihluti telur refsingar á Islandi almennt of vægar.2 Héma er ástæða til að staldra örlítið við. Hefur afbrotum stórlega fjölgað á Islandi á síðustu ámm? Og hvað segja rannsóknir vísinda- manna um áhrifamátt hertra refsinga í baráttunni við glæpi? 2. ÞRÓUN AFBROTA Á ÍSLANDI Lítum fyrst á yfirlit yfir fjölda og tegundir mála hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins (RLR) frá árinu 1988 til loka ársins 1996 en það ár var síðasta heila starfsár RLR. Fyrsta ársskýrsla RLR kom út árið 1990 en síðan 1993 hafa þær ekki verið gefnar út. Höfundi tókst samt sem áður að fá tölvuútprent frá skráningardeild RLR fyrir árin 1994-96, skipt niður eftir málaflokkum. Starfs- svæði RLR náði yfir allt höfuðborgarsvæðið sem ætti að gefa ágæta innsýn í opinberan veruleika afbrota á því svæði en enn var ekki farið að samkeyra allar lögregluskýrslur í landinu á þessu tímabili. Hjá nýju ríkislögreglunni sem tók til starfa sumarið 1997 er hins vegar ráðgert að samræma skráningu á öllum kærðum brotum til lögreglu á landinu öllu, sem verður vitaskuld mikið framfaraspor en skráning og flokkun afbrota á íslandi hefur því miður verið í skötulíki. Á yfirlitinu sést að ýmsar breytingar hafa átt sér stað. Innbrotum, sem eru að miklum meirihluta innbrot í bfla og fyrirtæki, hefur fjölgað verulega en þjófnuðum hefur þó ekki fjölgað að sama skapi. Hins vegar virðist sem dregið hafi úr annars konar auðgunarbrotum eins og t.d fjársvikum, skjalafalsi og tékkasvikum. Hvers vegna hefur þetta gerst? Um það má velta vöngum en engar haldbærar rannsóknir eru til um þessar breytingar. Margt bendir til að ýmsar aðgerðir innlendra peningastofnana til að tryggja skilvirk og áfallalaus peningaviðskipti hafi haft þau áhrif að tækifæri til hefðbundnari auðgunarbrota eins og t.d. tékkasvika og skjalafals hafi orðið færri og framkvæmdin örðugri en stundum áður með tilkomu t.d. debet- og kreditkorta. Samkvæmt þessu virðist því að auðgunarbrot hafi í ríkari mæli færst yfir í innbrot þar sem möguleikarnir til auðgunar hafa vafalítið verið álitnir greiðari. Á allra síðustu árum sjáum við svo einhverja aukningu innbrota í heimili3, en eitthvað minni í fyrirtæki og verslanir. Vafalítið má rekja breytinguna til þess að fyrirtæki eru betur varin en áður og þá flytjast innbrotin að einhverju leyti annað þar sem möguleikarnir eru álitnir betri. Viðbrögð borgaranna skipta því máli og virðast hafa áhrif á hvar brotamenn bera niður. 2 Sjá „Viðhorf íslendinga til afbrota 1989-1994“ eftir sama höfund í Rannsóknir í félagsvísindum. Erindi flutt á ráðstefnu í september 1994. Ritstjóri Friðrik H. Jónsson. Félagsvísindastofnun Háskóla fslands og Hagfræðistofnun Háskóla íslands 1995, bls. 85-96. Sjá einnig tímaritið Lifandi vísindi, „Eru afbrot alvarlegt vandamál á íslandi?" Janúar 1998, 1. tbl. 3 Samkvæmt viðtali við yfirmann skráningardeildar RLR 18. febrúar 1997. 91
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.