Tímarit lögfræðinga - 01.05.1998, Qupperneq 13
gegni vissulega mikilvægu hlutverki við að vernda öryggi borgaranna og við
forvamir má samt ekki gera óraunhæfar kröfur til þess. Réttarkerfið er þess ekki
umkomið eitt og sér að uppræta vandann sem hlýst af afbrotum heldur verður
fleira að koma til. Það er að mörgu leyti kaldhæðnislegt í þessu samhengi að í
Bandaríkjunum virðist almenningur og stjórnvöld ætíð reiðubúin að verja stórfé
í fleiri og stærri fangelsi en eru mun tregari þegar verja á sambærilegum
upphæðum í margvísleg samfélagsúrræði sem sumir fræðimenn telja að gætu
forðað mörgum ungmennum frá því að lenda á braut glæpa (Reiman, 1998).
Þó það sé vissulega erfitt að meta kostnað af afbrotum nákvæmlega er eigi
að síður nauðsynlegt fyrir stjómvöld að leita eftir jafnvægi milli kostnaðar af
afbrotum og kostnaðar af réttarvörslukerfinu. Fangavist eins fanga á íslandi
kostar t.d. skattborgarana um þrjár milljónir króna á ári sem er hærri upphæð en
full skólagjöld með uppihaldi við Harvardháskóla í Bandaríkjunum! Og löng
fangavist bætir engan heldur er hreinlega mannskemmandi í mörgum tilfellum
(Johnson, 1996) og í raun gæti það því orðið dýrt fyrir samfélagið að sleppa
fjölda slíkra einstaklinga aftur út í samfélagið eftir langa vist bak við lás og slá.
Stjórnmálamenn sem vilja halda fram sjónarmiðum af þessu tagi óttast hins
vegar að kjósendur myndu yfirgefa þá fyrir að sýna afbrotamönnum óþarfa
umhyggju. En stjómvöld verða að hafa sýn til lengri tíma en til næstu kosninga
og sú ábyrgð hvílir á okkur öllum að móta þá sýn. Hér á landi em dómarar ekki
kosnir beinni kosningu eins og þekkist í Bandaríkjunum og þeir þurfa því ekki
eins að reiða sig á síbreytilega vinda almenningsálitsins heldur geta og eiga að
móta sér refsistefnu byggða á faglegu mati og rannsóknum.
5. LOKAORÐ
Mat höfundar er því að við verðum að líta til fleiri þátta í glímunni við afbrot
en að einblína eingöngu á nauðvöm samfélagsins; þungar refsingar. Það væri
t.d. hollt að spyrja sig hvers vegna við öll fremjum ekki afbrot? Er ástæðan
eingöngu refsivöndur samfélagsins? Mörg okkar myndu vafalítið svara því að
fleira komi til en refsingar einvörðungu og að virðing fyrir okkur sjálfum og
okkar nánustu og réttur samborgaranna sé þar jafnvel þýðingarmeiri. Rann-
sóknir, bæði innlendar og erlendar, hafa jafnframt sýnt svo ekki verður um
villst, að séu tengsl einstaklingsins við hinar ýmsu stofnanir samfélagsins eins
og fjölskyldu, skóla, vinahópinn og annað félagsstarf jákvæð og sterk dregur
það jafnframt úr líkunum á atferli afbrota (Cullen, 1994; Hirschi, 1969; Shover,
1996 og Þórlindsson og Bemburg, 1996).
Grundvallarverkefni samfélagsins ætti því að vera að efla sem mest tengsl
ungmenna við hinar ýmsu stofnanir þess og draga þar með um leið úr líkunum
á fráviks- og afbrotahegðan. Réttarvörslukerfið á síðan að gegna því mikilvæga
hlutverki að vera áreiðanlegt í uppljóstrun brota, vera skjótvirkt í málsmeðferð
og á umfram allt að útdeila refsingum af yfirvegun og í samræmi við eðli
afbrota. Almennt á hins vegar sú skylda að hvíla á dómstólum og aðilum
97