Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1998, Side 22

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1998, Side 22
er byggt á tugakerfi. í 3. gr. reglugerðardraganna er mælt fyrir um að evróið skuli koma í stað gjaldmiðla í einstökum þátttökuríkjum á hinu fastsetta gengi og 4. gr. að evróið skuli vera reiknieining fyrir Evrópska seðlabankann (ESB) og seðlabankana í þátttökuríkjunum - sem saman kallast evrópska seðla- bankakerfið (ESBK). Samkvæmt 6. gr. (1) reglugerðardraganna skal evróinu skipt í gjaldmiðla aðildarríkja á reiknigenginu. Lagalegu jafngildi19 verður komið á milli evró- einingarinnar og greiðslueininga ríkja, sbr. áttundu forsendu reglugerðar- draganna. Það er hagkvæmt að útbúa reiknitöflur sem sýna fast og óbreytilegt gagngildi upphæða í evró miðað við gjaldmiðla ríkjanna, og öfugt.20 Evróið verður því sýnt í ólíkum einingum á aðlögunartímanum, þó fyrst og fremst í evróum og sentum, en einnig í gjaldmiðli hvers þátttökuríkis. 6. ECU ECU er reiknieining sem er skilgreind sem gjaldmiðilskúrfa í tilskipun ráðs- ins nr. 3320/94/EB.21 Stofnanir Evrópusambandsins nota ECU og peninga- aðgerðir milli stofnana fara fram í ECU, fyrst og fremst í sambandi við fjárlög Evrópubandalaganna. Einingin er einnig notuð í tölfræði. Evróið yfirtekur hlut- verk ECU frá 1. janúar 1999, sbr. 2. gr. (2) reglugerðarinnar og níundu forsendu 19 Um „lagalegt jafngildi" (rettslig likeverdighet, legal equivalence) segir í niðurstöðum Evrópska ráðsins frá desember 1995 (Madrid) (fylgiskjal 1): „As long as different national monetary units still exist, the Council Regulation will establish a legally enforceable equivalence between the Euro and the national currency units („legally enforceable equivaience“ means that each monetary amount is assigned, in a legally enforceable way, an unchangeable countervalue in terms of the Euro unit at the offical conversion rate and vice versa), sbr. Official Joumal, nr. C, 26.01.1996, bls. 2. 20 Slíkar reiknitöflur voru t.d. notaðar við breytingu breska peningakerfisins í tugakerfi árið 1971. í Bretlandi voru notaðar tvær töflur sem báðar byggðust á námundun (jafnmikið upp á við og niður á við). Önnur taflan átti við um útreikning bankainnistæða og greiðsluskjala sem gefin vom út af bönkum og ríkinu og var taflan tekin upp (löggjöf um breytingu í tugakerfi. Hin taflan átti við um verslunarviðskipti (shoppers' table). Útreikningurinn samkvæmt þessari töflu var nákvæmari, þar sem hún tók yfir ný penní. Hún hafði hins vegar ekki formlegt gildi. Sjá N.E.A.Moore: „The Introduction of Decimal Currency in the UK in 1971. Comparisons with the Introduction of the Single European Currency", Economic Papers, nr. 111 (júní 1995), gefið út af Framkvæmda- stjórninni, bls. 33 og 39-42. 21 Sbr. Official Journal, nr. L 350, 31.12.1994, bls. 27. Samkvæmt 109. gr. G Rs. (119. gr. Rs.) er gengissamsetning ECU fryst miðað við gildistökudag Maastricht-samningsins þann 1. nóvember 1993. Við síðustu breytingu ECU-kúrfunnar á árinu 1989 var þeim gjaldmiðlum sem notaðir vom gefið vægi í prósentum, sbr. reglugerð ráðsins nr. 1971/89/EBE (Official Journal, nr. L 189, 04.07.1989, bls. 1). Þann 20. september 1989 voru reiknaðar út ákveðnar, fastar gengisfjárhæðir í hverjum gjaldmiðli, samkvæmt ákvæðum reglugerðarinnar, sbr. Official Journal, nr. C 241, 21.09. 1989, bls. 1. Kúrfan var þá sett saman með svofelldum hætti: þýskt mark (DEM) 0,6242; breskt pund (GBP) 0,08784; franskur franki (FRF) 1,332; ítölsk líra (ITL) 151,8; hollenskt gyllini (NLG) 0,2198; belgískur franki (BEF) 3,301; luxembúrgískur franki (LUF) 0,13; dönsk króna (DKK) 0,1976; írskt pund (IEP) 0,008552; grísk drakma (GRD) 1,44; spænskur peseti (ESP) 6,885 og portúgalskur eskudo (PTE) 1,393. Þessi gjaldmiðilssamsetning er staðfest í reglugerð ráðsins. Margt hefur verið ritað um ECU. Vísa má til stuttrar greinargerðar á norsku í „Maastrichttraktaten med kommentarer", bls. 239-342. 106

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.