Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1998, Síða 26

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1998, Síða 26
10. AÐLÖGUNARTÍMINN Evróið kemur í stað gjaldmiðla þátttökuríkjanna. Á aðlögunartímanum munu sérstakar reglur gilda. Á þessu tímabili munu bæði evróið og gjaldmiðill ríkis- ins liggja fyrir, en gjaldmiðill ríkisins skoðast sem tilvísun til evrósins. Evróið er skilgreint í Evrópuréttinum, og í sumum tilvikum einnig í rétti aðildarríkja, en gjaldmiðill ríkis ræðst af peningarétti ríkisins. Samkvæmt 7. gr. reglugerðar- draganna mun gildistaka evrósins ekki sjálfkrafa leiða til breytinga á gjaldmiðli í löggerningi sem er í gildi daginn fyrir gildistöku evrósins. Þetta þýðir t.d. að gjaldmiðill rrkis sem er samningsgjaldmiðill mun með tilvísun til evrósins, verða samningsgjaldmiðillinn á aðlögunartímanum.33 Er aðlögunartímanum lýkur á 14. gr. reglugerðardraganna við (sjá síðar). I 9. gr. reglugerðardraganna segir að seðlar og mynt í gjaldmiðli ríkis skuli halda stöðu sinni sem lögeyrir á landssvæði aðildarríkjanna, samkvæmt þeim lögum ríkisins sem í gildi voru daginn áður en reglugerðin öðlast gildi, þ.e. þann 31. desember 1998. Þar sem evróinu verður ekki dreift sem seðlum og mynt á aðlögunartímanum og hefur því ekki stöðu sem lögeyrir, felur þetta í sér að samningur sem hljóðar t.d. á þýsk mörk (DEM) verður eingöngu efndur í þýskum mörkum, nema aðilar séu sammála um að samninginn megi efna í evróum, sbr. 8. gr. (1) og (2) í reglugerðardrögunum. Af 6. gr. (2) reglugerðardraganna leiðir, að tilgreining í gjaldmiðli ríkis skal á aðlögunartímanum hafa sama gildi og tilgreining í evróum, miðað við fast reiknigengi. Þetta lýtur að samningsfrelsi að því er varðar val á milli gjaldmiðils ríkis og evrós. Meginreglan „hvorki boð né bönn“ gildir því á aðlögunartím- anum.34 Þó eru nokkrar mikilvægar undantekningar frá meginreglunni um samn- ingsfrelsi. Ákvæði 8. gr. (3) í reglugerðardrögunum mælir fyrir um að greiðsla fjár- hæðar í gjaldmiðli ríkis, eða evrói, sem samkvæmt samningi eða öðrum 33 „During [the] transitional period the euro will exist in several denominations. First there will be the euro unit itself, and its decimal sub-division „cent“ (f Article 2), and second there will be the national currency units, which will be non-decimal sub-divisions of the euro (Article 6(1)). That means the national currencies of the participating Member States are first substituted by the euro and thereby cease to exist, and second they are reintroduced as sub-divisions of the euro. ... Although the national currency units and the euro unit are expressions of the same currency, their function and the possibility to use them may differ, depending on the provisions of [the Regulation], on national legislation and on the terms of the contract. ... Contracts and other legal instruments set up before the 1 January 1999 will during the transitional period not change their denomination (Article 7). That means that a contract originally set up in BEF will become a euro- contract denominated in the euro sub-unit BEF“, sbr. European Economy. „Legal Framework for the use of the euro“, bls. 2-3. 34 Evrópska ráðið Iýsti eftirfarandi yfir í Madrid 1995: „For the period before the deadline set for the completion of the changeover, the Regulation will ensure that private economic agents will be free to use the Euro, at the same time they should not be obliged to do so“. Þegar kröfurétt- arsamband verður við lýði eftir lok aðlögunartfmans er þó hagkvæmt að aðilar semji um hvemig laga skal samninginn að evróinu. 110
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.