Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1998, Side 28

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1998, Side 28
peningalega mynt en peningaseðlar voru taldir vera peningaígildi. Af þessu leiddi að fyrirkomulag myntsláttu varð nokkuð mismunandi eftir því hvaða land átti í hlut en eins og framkvæmdinni er nú almennt háttað er algengast að seðlabankar annist einnig eða beri ábyrgð á myntsláttunni. Samkvæmt framan- greindum ákvæðum í reglugerðardrögunum er notað hugtakið „aðildarríki" en með því móti er gefinn kostur á því að aðlaga rétt einstakra þátttökuríkja á grundvelli sögulegrar þróunar í hverju ríki fyrir sig. I greinunum er einnig ákveðið (þ.e. í 10. og 11. gr.) að seðla skuli eingöngu gefa út í evrói og önnur mynt skal vera í evrói eða sentum og skal þetta verða lögeyrir í þeim aðildarrrkjum sem eiga aðild að myntsamstarfinu. Ákveðin tak- mörk gilda um notkun myntar sem lögeyris. Þannig ber engum (utan útgefanda myntarinnar) skylda til þess að taka við fleiri en fimmtíu myntum (þ.e. stykkj- um) í einni greiðslu. Það er á valdsviði ráðsins samkvæmt 105. gr. A í (2) Rs. (106. gr. (2) Rs.) að taka ákvörðun um myntframboðið (stærð og fjölda myntanna), þar með taldar ákvarðanir um tæknileg atriði varðandi útlit þeirra mynta sem ákveðið er að setja í umferð. Ákvörðun um seðlaframboðið fellur innan einkaréttar Evrópu- sambandsins á útgáfu seðla.40 Peningaseðlar og mynt sem gefin er út í hverju einstöku aðildarríki mynt- bandalagsins skulu vera áfram lögeyrir í sex mánuði eftir að aðlögunartímanum lýkur, þ.e. þar til 1. júlí 2002. Aðildarríkjunum er einnig heimilt að ákveða að hafa þetta tímabil styttra (eða jafnvel falla alveg frá því að leyfa nokkra að- lögun) og setja reglur sem kveða á um notkun og innlausn þessa lögeyris, sbr. 15. gr. í reglugerðardrögunum. Nánar er kveðið á um að það fer eftir ákvæðum í lögum einstakra ríkja hvort unnt sé að krefjast þóknunar fyrir innlausnina.41 Eftir 1. júlí 2002 ber einstökum útgefendum peningaseðla og myntar að halda áfram innlausn á hinu fasta gengi samkvæmt nánari ákvæðum í lögum svo og framkvæmd í hverju aðildarríki fyrir sig. í stórum dráttum hefur þetta þá þýðingu að handhafi peningaseðla og myntar í eldri greiðslumiðli aðildarríkj- anna mun geta innleyst seðlana og myntina í viðkomandi seðlabanka í lengri, eða jafnvel ótakmarkaðan tíma eftir að breytingin á sér stað. Samkvæmt 12. gr. reglugerðardraganna skulu þátttökuríki í myntbanda- laginu stuðla að fullnægjandi aðgerðum gegn peningafölsun og eftirlíkingum evró-peningaseðla og myntar. Reikna má með því að um þetta verði að setja 40 í undirbúningi er að gefa út peningaseðla með verðgildi 500, 200, 100, 50, 20, 10 og 5 evró og mynt með verðgildi 2 og 1 evró, svo og 50, 10, 5, 2 og 1 sent, sbr. seðla- og myntframboðið sjá tillögu framkvæmdastjómarinnar að reglugerð sem tekin er inn í Stj.tíð. ESB, nr. C 208, 09.1997, bls. 5. 41 Samtök viðskiptabanka í mörgum aðildarríkjum hafa lýst því yfir að ekki verður krafist þóknunar vegna innlausnar á peningaseðlum og mynt þeirra og skiptingu yfir í evró, sjá Euro Paper. „Legal framework for the use of the euro“, bls. 7. 112

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.