Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1998, Qupperneq 34

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1998, Qupperneq 34
hlutverki að gegna en aðrir erlendir gjaldmiðlar. Meginástæða þess er fyrst og fremst hin sterku efnahagslegu tengsi sem tengja Noreg við evró-svæðið. Milli 70-80% af inn- og útflutningi Noregs er frá og til Evrópusambandsríkja.58 Þrátt fyrir að evró-svæðið muni ekki í upphafi taka til allra aðildarrrkja Evrópusambandsins og þá sérstaklega ekki til Stóra-Bretlands og Svíþjóðar (sem eru meðal stærstu viðskiptaþjóða Noregs) er alveg ljóst að evró mun hafa veigamikil áhrif á norskt atvinnulíf og þar með á norsk efnahagsmál. í því sambandi vaknar sérstaklega sú spurning hvaða gengisviðmiðun er efnahags- lega og pólitískt æskileg milli norsku krónunnar (NOK) og evró. Hér mun ég ekki fjalla nánar um val á gengisviðmiðun. í EES-samningnum er að finna fjölmargar tilvísanir til ECU, sbr. bókun nr. 39, þar sem kveðið er á um að allar tilvísanir í EES-samninginn til „ECU“ skuli vera til ECU eins og það er skilgreint af valdbærum stjórnvöldum í Evrópusambandinu. Það kann því að vera æskilegt að breyta formlega EES- samningnum varðandi þetta atriði. Að öllum líkindum mun Evrópusambandið hafa frumkvæði að því. Ekki verður séð að nein rök séu fyrir því að EFTA-ríkin þurfi að vera mótfallin slíkri breytingu á EES-samningnum. Þó að Noregi beri engin skylda til þess gæti verið æskilegt að gera breyt- ingar á norskum rétti í kjölfar þess að evró verður löglegur gjaldmiðill. í því sambandi er unnt að hugsa sér þrjú „svið“ þar sem æskilegt kann að vera að breyta lögum eða reglum: 1. þegar í norskum rétti er vísað til ECU, 2. þegar það kann að vera talið æskilegt að setja reglur um gildi samninga, umreikninga og hvernig eigi að námunda brot, o.fl., þannig að enginn vafi verði um það samkvæmt norskum rétti, 3. þegar og ef norsk stjómvöld telja nauðsynlegt að greiða fyrir frjálsri notkun á evró í Noregi. (1) í mjög mörgum norskum lögum hafa verið felldar inn tilvísanir til ECU, einkum (þó ekki eingöngu) þegar um er að ræða að það hefur þurft að aðlaga norsk lög eða það verið talið skynsamlegt með hliðsjón af ákvæðum EES- samningsins. Eftir að evró verður að veruleika mun ekki leika vafi á því að tilvísanir til ECU í norskum rétti má lesa sem tilvísun til evrós. Þó getur verið ástæða til þess að norsk stjórnvöld leggi formlega til breytingar á tilvísunum til „ECU“ og þar verði þess í stað vísað til „evrós“. Það virðist því að mínu mati nærtækt og varla mál sem geti valdið nokkrum ágreiningi að gerðar verði kerfisbundnar breytingar á Iögum þar sem til- 58 Auk þess mun hið háa hlutfall af gjaldmiðlum Evrópusambandsríkja í eignum hins opinbera í útlöndum gera það að verkum að evró mun fá sérstaklega mikla þýðingu fyrir Noreg. Andreas Sand og Anders Svor: „Euro-innfpringen - konverteringsscenariet og rettslige konsekvenser for finansiell formue i EU-valuter“, sbr. bls. 516. 118
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.