Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1998, Qupperneq 35

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1998, Qupperneq 35
vísunum til ECU í norskum rétti verði breytt og í stað þeirra settar tilvísanir til evrós.59 (2) Fullkomin yfirsýn er ekki fyrir hendi yfir þá samninga sem geta orðið fyrir áhrifum af því að innleidd verði hin nýja mynt, evró, og sem falla undir norska löggjöf. Það er því ekki unnt að útiloka að umfang þessara samninga sé verulega mikið. Hér vaknar því sú spuming hvort það sé skynsamlegt að setja í norskan rétt frávíkjanlegar (deklaratorískar) reglur sem eigi við undir þessum kringumstæðum. Hér verður að leggja til grundvallar að samkvæmt reglum norsks réttar er Evrópurétturinn viðurkenndur sem Iex monetae fyrir evró, með þeim viðbótum sem er að finna í landsréttinum. Reglur um umreikning frá ECU svo og um- reikningur innlendra gjaldmiðla þátttökuríkjanna yfir í evró og aðrar reglur sem eiga við til þess að ákveða fjárhæðir undir slíkum kringumstæðum munu að öllu leyti fylgja reglum Evrópuréttarins. En samkvæmt þeim reglum sem er að finna í Evrópurétti um gildi samninga, þ.e. að innleiðing evrós á ekki út af fyrir sig að breyta neinum skilyrðum í samningi og geti því hvorki afsakað vanefndir á samningi né veitt aðila undanþágu frá efndum, og gefur honum heldur ekki rétt til þess að segja samningnum upp einhliða né heldur að breyta honum, mun ekki falla undir þetta atriði. Hér má hins vegar byggja á því að réttarsamræming milli norsks samn- ingsréttar og Evrópuréttarins eigi við um órjúfanleika samninga. Þar af leiðandi kemur varla til þess að mikil óvissa skapist um samingsréttarleg áhrif af inn- leiðingu evrós.60 Það mun augljóslega ekki verða ómögulegt að efna samninga eftir 1. janúar 1999 þegar samkvæmt samningi er um að ræða gjaldmiðil frá einu þátttökuríkjanna eða ECU. Innleiðingu evrós tel ég að sé ekki unnt að líta á sem brostna forsendu fyrir samningi sem stofnað er til eftir undirritun Maastricht-samningsins (7. febrúar 1992), eftir að áætlanir voru lagðar fram um Efnahags-og myntbandalagið (EMU) (í apríl 1989), eða jafnvel enn fyrr. Þar með hefur gildi spurningarinnar um gildi samninga þegar fengið umtalsvert minna (praktískt) vægi. Það skiptir einnig máli að í alþjóðlegum viðskiptum er yfirleitt um sérfróða samningsaðila að ræða. (3) Það er sérstök spuming hvort norsk stjórnvöld telji æskilegt að greiða fyrir frjálsari notkun á evró í Noregi og gera nauðsynlegar breytingar á gildandi rétti til þess að svo megi verða. Fyrir stjórnvöld getur það verið æskilegt (eða nauðsynlegt) að nota evró í sambandi við einstakar alþjóðlegar kröfuréttarlegar skuldbindingar. 59 í endurskoðaðri þjóðhagsáætlun (Revidert nasjonalbudsjett) fyrir árið 1997 (St. meld. nr. 2 fyrir árið 1996-1997) segir m.a. á bls. 139: „f norskum rétti þar sem lögleidd eru ákvæði EES-samn- ingsins er algengt að vísað sé til ECU. Breyta ætti þessum reglum þegar evró kemur í stað ECU“. 60 Samkvæmt norskum rétti gætu málsástæður aðila að samningi byggst á því að breyta ætti samningnum eða hliðra honum með stoð f 36. gr. samningalaga, þ.e. að forsendur hefðu brostið og ekki væri unnt að efna samninginn eftir aðalefni sínu, o.fl. 61 Hins vegar hafa verið gerðir allmargir SWAP-samningar í ECU eða gjaldmiðlum þátttökuríkja (m.a. í BEF, FRF og DEM) með gjalddögum eftir 1. janúar 1999, en norskur réttur gildir ekki um neinn þessara samninga. 119
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.