Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1998, Qupperneq 36

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1998, Qupperneq 36
Norska ríkið hefur eins og aðstæðum er nú háttað ekki mikla lánsfjárþörf í útlöndum. Þörfin til þess að nota evró í sambandi við lántökur ríkisins erlendis er því lítil. Norska ríkið hefur heldur ekki tekið nein lán með ábyrgð ríkisins sem hljóðar upp á ECU eða annan gjaldmiðil þátttökuríkja.61 Það gæti verið nærtækt fyrir Norges Bank (seðlabankann) í samráði við fjármálaráðuneytið, að meta samsetninguna á norska gjaldeyrisforðanum í því augnamiði að auka megi vægi evrópugjaldmiðla (evró) t.d. á kostnað þess hlutar sem er í dollurum.62 Breytingar á gildandi rétti væru í því tilviki nauðsyn- legar.63 Fyrir norskar fjármálastofnanir kann að verða mikilvægt, jafnvel nauðsyn- legt, að geta boðið viðskiptamönnum upp á alhliða fjármálaþjónustu í evró.64 Sé nauðsynlegt eða æskilegt að breyta gildandi rétti, þá mælir þetta með því að norsk stjórnvöld leggi sitt af mörkum í þessu efni. Mikilvæg forsenda þess að unnt verði að taka upp víðtæka frjálsa notkun á evrói í Noregi er að komið verði á fót skilvirku kerfi til að takast á við verk- efnið. Það hvílir fyrst og fremst á þeim aðilum sem stunda bankastarfsemi að þróa slrkt á grundvelli þeirra reikninga sem þar standa til boða. Að því er varðar greiðslumiðlunina hafa stjómvöld, einkum Norges Bank (seðlabankinn), veiga- miklu hlutverki að gegna.65 Taki stjórnvöld virkan þátt í að þróa þessi mál þá mun það létta mjög að unnt verði að koma á fót í Noregi fullnægjandi kerfi til greiðslumiðlunar í evró. A sumum sviðum í norsku atvinnulífi getur verið nærtækt að nota evró í viðskiptum, einkum í fyrirtækjum þar sem meirihluti viðskiptanna er alþjóð- 61 Hins vegar hafa verið gerðir allmargir SWAP-samningar í ECU eða gjaldmiðlum þátttökurfkja (m.a. í BEF, FRF og DEM) með gjalddögum eftir 1. janúar 1999, en norskur réttur gildir ekki um neinn þessara samninga. 62 Samræming við fjárfestingar sem gerðar eru í gegnum „Statens Petroleumfond" kann einnig að hafa áhrif á fjárfestingarstefnuna. 63 Norges Bank (seðlabankinn) ætti e.t.v. að velta fyrir sér að veita þá þjónustu að skipta (í norskar krónur, NOK) peningaseðlum, og væntanlega líka annarri mynt, sem eru gefnir út í eigin gjaldmiðli einstakra þátttökuríkja jafn lengi og viðkomandi aðildarríki innleysir eldri seðla sína og mynt og skiptir þeim út fyrir evró. 64 í endurskoðaðri þjóðhagsáætlun fyrir árið 1997 (Revidert nasjonalbudsjett) segir m.a. um þetta atriði, sbr. bls. 138: „Ef norskar fjármálastofnanir geta ekki boðið þjónustu sem er samkeppnishæf þá munu erlendar fjármálastofnanir, einkum frá evró-svæðinu, annast ... eftirspurnina [vegna margvíslegra viðskipta í evrói]“. 65 I endurskoðaðri þjóðhagsáætlun fyrir árið 1997 (Revidert nasjonalbudsjett), sbr. bls. 138-139, er rætt um það greiðslumiðlunarkerfi sem komið verður á fót innan Evrópusambandsins til þess að unnt verði að hrinda í framkvæmd sameiginlegri efnahags- og fjármálastefnu (TARGET). Lausa- fjármunir þeirra banka sem starfa innan evró-svæðisins munu fara í gegnum þetta kerfi. Það er mikilvægt fyrir norskar fjármálastofnanir að tengjast þessu greiðslumiðlunarkerfi. Ein leið til þess að framkvæmda það væri sú að norskir bankar myndu nýta sameiginlegan samskiptabanka sem væri staðsettur innan evró-svæðisins til þess að framkvæma yfirfærslur í evró, en auk þess eru aðrar leiðir hugsanlegar. 120
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.