Tímarit lögfræðinga - 01.05.1998, Page 37
legur eða við Evrópu.66 Auk þess getur það orðið mikilvægt t.d. fyrir ferða-
þjónustuna í Noregi að bjóða viðskiptavinum að greiða fyrir veitta þjónustu í
evró. Minni gengisáhætta (milli evró og norsku krónunnar (NOK)) og sparn-
aður vegna kostnaðar sem annars hlýst af yfirfærslum (gengismunur, þjónustu-
gjöld við að skipta gjaldeyri) bæði fyrir atvinnuveginn í heild sinni og hina
erlendu viðskiptavini eru atriði sem styðja að svo verði gert. Einnig getur það
verið raunhæft að einstaklingar vilji geta greitt beint í evró, m.a. þegar notuð
eru norsk greiðslukort erlendis.
Það er ekki útilokað að norsk atvinnufyrirtæki vilji að hluta til eða öllu leyti
nota evró í innlendum viðskiptum. Meginreglan um samningsfrelsi leiðir til
þess að unnt er að nota erlenda mynt undir slíkum kringumstæðum, en sú stað-
reynd að stofnað er til evrós sem ráðandi gjaldmiðils hjá nágrannaríkjunum,
ásamt góðu uppgjörskerfi fyrir evró mun geta leitt til þess að það verði erfitt að
láta norsku krónuna (NOK) vera samkeppnisfæra í viðskiptum innanlands.
Önnur spurning er um hvaða gjaldmiðill eigi að vera til viðmiðunar í árs-
reikningum norskra fyrirtækja sem stunda umsvifamikil viðskipti í útlöndum.
Norsk fyrirtæki greiða skatta í Noregi og ber því að miða við norskar krónur
(NOK) í ársreikningum sínum. í ýmsum tilvikum mun þó hinn virki gjald-
miðill, þ.e. sá gjaldmiðill sem fyrirtækið notar (tengist) aðallega, vera annar
gjaldmiðill en hin norska króna (NOK). í slíkum tilvikum er heimilt samkvæmt
ákvæðum í lögum um ársreikninga að ákveða annað t.d. með reglugerð. Ef hinn
virki gjaldmiðill fyrir norskt fyrirtæki er evró þá er því heimilt samkvæmt
gildandi rétti að ákveða (með reglugerð) að evró geti verið sá gjaldmiðill sem
miða eigi við í ársreikningi.67 Þegar notkun evrós er leyfð í sambandi við gerð
ársreikninga verður það að vera grundvallarsjónarmið að slík breyting sé að
öllu leyti hlutlaus séð frá sjónarhóli skattaréttarins.
Samstæðureikningar hafa fyrst og fremst upplýsingahlutverki að gegna
bæði gagnvart almenningi og gagnvart hlutabréfamarkaðinum. Unnt er að
hugsa sér að í löggjöf séu veittar takmarkaðar heimildir til þess að gera sam-
stæðureikninga í evró. Önnur lausn gæti falist í því að leyft væri að færa daglegt
bókhald í evró en ársreikninga yrði áfram hægt að gera í norskum krónum
(NOK).
Norsk hlutafélög kunna að óska eftir því að hlutabréf þeirra verði endur-
viðmiðuð eða eftirleiðis gefin út í evrói. Hlutafélagalöggjöfin byggir hins vegar
á því að hlutafé í norskum félögum á að vera í norskum krónum (NOK). Ef
veita á norskum félögum leyfi til þess að ákveða að hlutafé skuli vera í evrói,
66 Fyrir sum norsk stórfyrirtæki, eins og t.d. Norsk Hydro og Statoil, gæti hér verið um
raunverulegan valkost að ræða. Það kann þó einnig að vera að velta einstakra fyrirtækja í evrói sé
það mikil að eðlilegt sé að þau noti þennan gjaldmiðil, án þess að hlutaðeigandi fyrirtæki hafi áður
haft það mikla veltu í gjaldmiðli eins af þátttökuríkjunum að það gæti réttíætt notkun þess
gjaldmiðils í viðskiptunum.
67 í NOU 1995:30 um frumvarp til nýrra laga um ársreikninga eru lagðar til frekari breytingar á
þessum ákvæðum, sbr. bls. 201 og bls. 256.
121