Tímarit lögfræðinga - 01.05.1998, Side 38
hugsanlega án þess að það þurfi nauðsynlega að gefa út slík hlutabréf, þá verður
það ekki gert án þess að breyta lögum. Hið sama á við ef leyfa á að hlutafélög
megi ákveða hluti án þess að nafnverð sé tilgreint.68 Ekki verður séð að breyt-
inga sé þörf á lögum eða reglum í tengslum við lánsfé félaga í evrói, enda er
norskum félögum heimilt að taka lán í þeim gjaldmiðli sem félagið sjálft telur
nauðsynlegt.69
í þessu sambandi vakna einnig spurningar um hvort og að hve miklu leyti
eigi að hefja opinbera skráningu verðbréfa í evrói í Oslóar-kauphöllinni.
Enn er ekki tæknilega unnt að nota aðra gjaldmiðla en norskar krónur (NOK) í
viðskiptakerfi kauphallarinnar í Osló. Ef þær aðstæður myndu skapast að það
væri unnt að framkvæma kauphallarviðskipti í fleiri gjaldmiðlum þá væri það
nærtækt að þar yrði boðið upp á skráningu og viðskipti í evrói. Þess má þó geta
að það kann að vera óljóst hvort gildandi löggjöf um opinbera skráningu verð-
bréfa leyfi að taka til opinberrar skráningar norsk verðbréf í erlendum gjald-
miðli.
Norsk verðbréf eru skráð í Verðbréfamiðstöðinni (n.VPS). Það eru væntan-
lega engin tæknileg vandamál því til fyrirstöðu að norsk verðbréf í evrói séu
tekin þar til skráningar. Auk þess er varla nauðsynlegt að gera neinar breytingar
á gildandi rétti til þess að það sé hægt að gera.
Akvörðun norskra stjórnvalda um þá gengisskráningarpólitík sem ber að
fylgja varðandi norsku krónuna (NOK) og samband hennar við evró mun geta
haft sérstaklega mikla þýðingu varðandi mat á því hvort heimila eigi frjálsa
notkun evrós. Gengisskráningin mun í vaxandi mæli taka mið af því að tryggja
gengisjafnvægi milli norsku krónunnar (NOK) og evrós, og verður því fátt því
til fyrirstöðu að leyfa frjálsa notkun á evrói í Noregi. En ef gengisskráningin
verður þannig að gengi norsku krónunnar (NOK) gagnvart evrói geti verið
mjög mismunandi mun þörfin fyrir það að nota evró aukast, einkum fyrir þá
sem starfa að inn- og útflutningi. Þegar meta á þetta getur því verið eðlilegt að
taka tillit til þess að vissir hlutar í norsku viðskiptalífi kunna að hafa lögmæta
þörf fyrir að geta stundað viðskipti í evrói í meira mæli heldur en þeim kann að
vera heimilt á grundvelli meginreglunnar um samningsfrelsi.
Telja verður að vart séu lögfræðileg, tæknileg eða stjórnsýsluleg vandkvæði
á því að leyfa frjálsa notkun á evrói í Noregi, en verði það gert þá kann að vera
nauðsynlegt að breyta gildandi lögum og reglugerðum til þess að greiða fyrir
því. Verði viðbrögðin þannig að stutt verði við frjálsa notkun evrós má líta svo
á að þar með væri stuðlað að því að aðlaga norskt þjóðlíf að þeirri þróun sem á
sér stað innan Evrópusambandsins. Ljóst er að mörgum finnst ekki eðlilegt að
Noregur aðlagi sig meira að Evrópusambandinu en svo sem honum er skylt að
gera samkvæmt alþjóðlegum skuldbindingum. Spurningin um það hvort leyfa
68 Sjá neðanmálsgrein nr. 46.
69 Norsk gjaldeyrislöggjöf byggir á meginreglum um frjálsa fjármagnsflutninga eins og hún er
framkvæmd samkvæmt ákvæðum í EES-samningnum og öðrum alþjóðlegum skuldbindingum sem
Noregur er bundinn af, einkum OECD-skilyrðum um frjálsa fjármagnsflutninga.
122