Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1998, Page 41

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1998, Page 41
Evrópskt efnahagssvæði meðal annars með það fyrir augum að auka viðskipti og glæða hagvöxt í aðildarrrkjunum. í því skyni miða reglur samningsins að því að setja hömlur á heimildir stjórnvalda til að grípa inn í og skerða athafna- og viðskiptafrelsi einstaklinga og lögaðila. Dæmi eru reglur um frjálsa vöruflutn- inga, fólksflutninga, þjónustustarfsemi og fjármagnsflutninga. En ekki einungis stjórnvöld geta staðið í vegi fyrir æskilegri þróun viðskipta og því hefur samningurinn öðrum þræði áhrif í samskiptum einstaklinganna sín á milli. Dæmi eru samkeppnisákvæði 53. gr. og 54. gr. og fjölmargar afleiddar réttar- gerðir svo sem um neytendavernd, skaðsemisábyrgð og öryggi og hollustuhætti á vinnustöðum.2 Það er einkennandi fyrir EES-samninginn hversu rík áhersla er lögð á það að skapa eitt sameiginlegt efnahagssvæði með sömu reglum og samræmdri beit- ingu þeirra. Það má hins vegar ekki gleymast að samningurinn er engu að síður þjóðréttarsamningur. EFTA-ríkin hafa að formi til ekki framselt löggjafarvald til stofnana EES. Við skýringu EES-samningsins verður ávallt að taka mið af þessu. í rfkjum eins og Islandi sem aðhyllast tvíeðli þjóðaréttar og landsréttar fá þjóðréttarlegar skuldbindingar jafnan ekki lagagildi fyrr en þær hafa verið teknar upp í landsrétt eftir stjórnskipulegum leiðum.3 Má því gera ráð fyrir að EES-samningurinn geti hérlendis ekki haft bein laga- og réttaráhrif í þeim skilningi sem lagður er í þau hugtök innan EB-réttar heldur verður með einhverjum hætti að umbreyta reglunum í form sem uppfyllir skilyrði lands- réttarins.4 Með 2. gr. laga nr. 2/1993 var meginmáli EES-samningsins veitt laga- gildi hér á landi. Hvað snertir afleiddar réttargerðir þá hafa þær ýmist verið teknar upp í landsrétt með lögfestingu (incorporation)5 eða aðlögun (trans- 2 Til dæmis tilskipun ráðsins frá 5. apríl 1993 um óréttmæta skilmála í neytendasamningum (93/13/EBE), sjá 72. gr. EES-samningsins, sbr. XIX. viðauka, tilskipun ráðsins frá 25. júlí 1985 um skaðsemisábyrgð (85/374/EBE), sjá c-lið 1. mgr. 23. gr. EES-samningsins, sbr. III. viðauka, og tilskipun ráðsins frá 23. nóvember 1993 um lágmarkskröfur er varða öryggi, hollustuhætti og heilsu við vinnu um borð í fiskiskipum (þrettánda sértilskipun í skilningi 1. mgr. 16. gr. tilskipunar 89/391/EBE), sjá 67. gr. EES-samningsins, sbr. XVIII. viðauka. 3 Gunnar G. Schram: Ágrip af þjóðarétti, Reykjavik 1986, bls. 15; Stefán Már Stefánsson: „Um þörf á lögfestingu þjóðréttarsamninga" (viðauki I). Skýrsla umboðsmanns Alþingis fyrir árið 1988, bls. 4. 4 Með hugtakinu „bein lagaáhrif ‘ er átt við það að réttargerðir hafi áhrif að landsrétti án frekari aðgerða af hálfu yfirvalda. Samkvæmt reglunni um bein réttaráhrif getur einstaklingur eða lögaðili byggt rétt sinn á ákvæði frumréttar eða afleiddrar réttargerðar EB-réttar fyrir dómstólum í aðildarríkjunum. Til að ákvæði geti haft þessi áhrif þarf það m.a. að uppfylla þau skilyrði að vera nægilega skýrt og óskilyrt. EES-samningurinn hefur bein réttaráhrif innan EB-réttar, sbr. dóm Evrópudómstólsins á fyrsta dómstigi í málinu T-115/94 Opel Austria GmbH gegn ráðinu (1997) ECR II 39. 5 Með lögfestingu er við það átt að í lagaákvæði sé vísað til þjóðréttarsamnings í heild sinni og því slegið föstu að hann hafi lagagildi. Dæmi er 2. gr. laga nr. 68/1995 um Lúganósamninginn um dómsvald og um fullnustu dóma í einkamálum en þar segir: „Lúganósamningurinn og þær þrjár bókanir sem honum fylgja skulu hafa lagagildi hér á landi“. 125

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.