Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1998, Qupperneq 41

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1998, Qupperneq 41
Evrópskt efnahagssvæði meðal annars með það fyrir augum að auka viðskipti og glæða hagvöxt í aðildarrrkjunum. í því skyni miða reglur samningsins að því að setja hömlur á heimildir stjórnvalda til að grípa inn í og skerða athafna- og viðskiptafrelsi einstaklinga og lögaðila. Dæmi eru reglur um frjálsa vöruflutn- inga, fólksflutninga, þjónustustarfsemi og fjármagnsflutninga. En ekki einungis stjórnvöld geta staðið í vegi fyrir æskilegri þróun viðskipta og því hefur samningurinn öðrum þræði áhrif í samskiptum einstaklinganna sín á milli. Dæmi eru samkeppnisákvæði 53. gr. og 54. gr. og fjölmargar afleiddar réttar- gerðir svo sem um neytendavernd, skaðsemisábyrgð og öryggi og hollustuhætti á vinnustöðum.2 Það er einkennandi fyrir EES-samninginn hversu rík áhersla er lögð á það að skapa eitt sameiginlegt efnahagssvæði með sömu reglum og samræmdri beit- ingu þeirra. Það má hins vegar ekki gleymast að samningurinn er engu að síður þjóðréttarsamningur. EFTA-ríkin hafa að formi til ekki framselt löggjafarvald til stofnana EES. Við skýringu EES-samningsins verður ávallt að taka mið af þessu. í rfkjum eins og Islandi sem aðhyllast tvíeðli þjóðaréttar og landsréttar fá þjóðréttarlegar skuldbindingar jafnan ekki lagagildi fyrr en þær hafa verið teknar upp í landsrétt eftir stjórnskipulegum leiðum.3 Má því gera ráð fyrir að EES-samningurinn geti hérlendis ekki haft bein laga- og réttaráhrif í þeim skilningi sem lagður er í þau hugtök innan EB-réttar heldur verður með einhverjum hætti að umbreyta reglunum í form sem uppfyllir skilyrði lands- réttarins.4 Með 2. gr. laga nr. 2/1993 var meginmáli EES-samningsins veitt laga- gildi hér á landi. Hvað snertir afleiddar réttargerðir þá hafa þær ýmist verið teknar upp í landsrétt með lögfestingu (incorporation)5 eða aðlögun (trans- 2 Til dæmis tilskipun ráðsins frá 5. apríl 1993 um óréttmæta skilmála í neytendasamningum (93/13/EBE), sjá 72. gr. EES-samningsins, sbr. XIX. viðauka, tilskipun ráðsins frá 25. júlí 1985 um skaðsemisábyrgð (85/374/EBE), sjá c-lið 1. mgr. 23. gr. EES-samningsins, sbr. III. viðauka, og tilskipun ráðsins frá 23. nóvember 1993 um lágmarkskröfur er varða öryggi, hollustuhætti og heilsu við vinnu um borð í fiskiskipum (þrettánda sértilskipun í skilningi 1. mgr. 16. gr. tilskipunar 89/391/EBE), sjá 67. gr. EES-samningsins, sbr. XVIII. viðauka. 3 Gunnar G. Schram: Ágrip af þjóðarétti, Reykjavik 1986, bls. 15; Stefán Már Stefánsson: „Um þörf á lögfestingu þjóðréttarsamninga" (viðauki I). Skýrsla umboðsmanns Alþingis fyrir árið 1988, bls. 4. 4 Með hugtakinu „bein lagaáhrif ‘ er átt við það að réttargerðir hafi áhrif að landsrétti án frekari aðgerða af hálfu yfirvalda. Samkvæmt reglunni um bein réttaráhrif getur einstaklingur eða lögaðili byggt rétt sinn á ákvæði frumréttar eða afleiddrar réttargerðar EB-réttar fyrir dómstólum í aðildarríkjunum. Til að ákvæði geti haft þessi áhrif þarf það m.a. að uppfylla þau skilyrði að vera nægilega skýrt og óskilyrt. EES-samningurinn hefur bein réttaráhrif innan EB-réttar, sbr. dóm Evrópudómstólsins á fyrsta dómstigi í málinu T-115/94 Opel Austria GmbH gegn ráðinu (1997) ECR II 39. 5 Með lögfestingu er við það átt að í lagaákvæði sé vísað til þjóðréttarsamnings í heild sinni og því slegið föstu að hann hafi lagagildi. Dæmi er 2. gr. laga nr. 68/1995 um Lúganósamninginn um dómsvald og um fullnustu dóma í einkamálum en þar segir: „Lúganósamningurinn og þær þrjár bókanir sem honum fylgja skulu hafa lagagildi hér á landi“. 125
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.