Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1998, Qupperneq 42

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1998, Qupperneq 42
formation).6 Er þetta í samræmi við ákvæði 7. gr. samningsins sem kveður á um það að gerð sem samsvarar reglugerð EB skuli sem slík tekin upp í landsrétt samningsaðila en að gerð sem samsvarar tilskipun EB skuli veita yfirvöldum samningsaðila val um form og aðferð við framkvæmdina. Innleiðing reglugerða er því jafnan einföld í framkvæmd og er lítil hætta á mistökum. Öðru máli gegnir hins vegar um tilskipanir sem sumar hverjar eru almennt orðaðar og veita yfirvöldum rúmt mat á því hvernig þeim markmiðum sem þar koma fram skuli náð. I ljósi umfangs EES-samningsins, örrar þróunar hans og þeirra ríku skuld- bindinga sem samningurinn felur í sér er sú hætta ávallt fyrir hendi að íslenska ríkinu eða öðrum samningsaðilum takist ekki að uppfylla samningsskyldur sínar.7 Sem dæmi má nefna það að ákvæði landsréttar eða stjórnvaldsákvarðanir fái ekki samrýmst EES-reglum. Jafnframt er hugsanlegt að EES-reglur séu ekki innleiddar í landslög, þær innleiddar of seint eða með efnislega röngum hætti. Þá má nefna ófullnægjandi birtingu réttarreglna settra á grundvelli réttargerða samkvæmt EES-samningnum.8 Þar sem samningurinn hefur einkum að geyma reglur sem áhrif hafa á réttarstöðu einstaklinga og lögaðila varðar það hagsmuni þeirra miklu að geta treyst því að reglunum sé fylgt. Ennfremur er það ljóst að 6 Með aðlögun er við það átt að þjóðréttarlegar skuldbindingar séu uppfylltar með því að landsrétti sé breytt með setningu nýrra lagaákvæða, með breytingu á lagaákvæðum sem fyrir eru eða með því að lagaákvæði landsréttar séu numin úr gildi. Dæmi er Mannréttindasáttmáli Evrópu sem varð þess valdandi, a.m.k. að hluta til, að sett voru lög nr. 92/1989 um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði sem fólu í sér verulega breytingu á réttarfari og dómstólaskipan hér á landi. Nú hefur Mannréttindasáttmáli Evrópu verið lögfestur, sbr. lög nr. 62/1994. Sjá nánar um „lögfestingu" og „aðlögun" Stefán Má Stefánsson, sömu grein, bls. 5-6. 7 Hvað íslenska nkið varðar þá má a.m.k. nefna fjögur atriði sem til þess eru fallin að draga úr líkum á því að ríkið gerist brotlegt við EES-samninginn. í fyrsta lagi verður ávallt að gera ráð fyrir því að stjómvöld, er þá einkum átt við Alþingi og stjómsýsluna, reyni af fremsta megni að haga gerðum sínum í samræmi við skuldbindingar samkvæmt samningnum. í öðm lagi má ætla að dómstólar og stjómvöld er gegna einhvers konar eftirlitshlutverki muni skýra íslensk lög í samræmi við þjóðréttarlegar skuldbindingar samkvæmt samningnum eftir því sem frekast er unnt, ekki síst vegna 3. gr. laga 2/1993. Sjá hér t.d. H 1997 1008 (jafnréttismál), SUA 1996, 617 (bankaeftirlit Seðlabanka íslands) og ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 36/1996, sbr. skýrslu samkeppnisyfirvalda 1996, bls. 243 (Félag fasteignasala). I þriðja lagi kunna EES-reglur í einhverjum tilvikum að skoðast sem sérreglur og ganga því framar almennari reglum jafnvel þótt eldri séu. Loks verður ekki framhjá því horft að þjóðréttarsamningar virðast á undanfömum ámm hafa fengið meira vægi innan íslensks réttar. Er ekki útilokað að dómstólar myndu víkja til hliðar ákvæði landsréttar sem ekki fengi staðist gagnvart þjóðréttarlegri skuldbindingu. Sjá í þessu sambandi H 1990 2 (dómara- fulltrúi) og H 1992 174 (dómtúlkur) og jafnframt Ragnar Aðalsteinsson: „Alþjóðlegir mann- réttindasáttmálar og íslenskur réttur". (1990) TL, 1. hefti, einkum bls. 22-23. Rétt er þó að hafa í huga að ekki er víst að Hæstiréttur muni líta alþjóðlega viðskiptasamninga sömu augum og alþjóð- lega mannréttindasáttmála sem ísland er aðili að. 8 Sjá álit umboðsmanns Alþingis frá 9. janúar 1998 í málinu nr. 2151/1997 um birtingu og miðlun upplýsinga um „gerðir" skv. EES-samningnum og réttarreglur sem settar hafa verið á grundvelli þeirra. f áliti sínu kemst umboðsmaður að þeirri niðurstöðu að ákveðið afbrigði við svonefnda „tilvísunaraðferð" við að taka EES-reglur í íslenskan rétt uppfylli ekki kröfur 27. gr. stjórnar- skrárinnar, lög nr. 64/1943 um birtingu laga og stjómvaldaerinda, Mannréttindasáttmála Evrópu og grundvallarsjónarmið réttarríkisins. 126
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.