Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1998, Qupperneq 43

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1998, Qupperneq 43
brjóti aðildarríki gegn réttarreglum EES-samningsins eru það fyrst og fremst fjárhagslegir hagsmunir þessara aðila sem eru í húfi. Innan EB-réttar er réttarstaðan nokkuð skýr ef aðildarríki brýtur gegn samningsskuldbindingum sínum. Einstaklingur hefur einkum um tvo kosti að velja. Hann getur í fyrsta lagi byggt beinan rétt á EB-reglum fyrir dómstólum í einstökum aðildarríkjum sem þó þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði. Þetta þýðir t.d. að meginreglan er sú að láti aðildarríki EB hjá líða að innleiða tilskipun getur einstaklingur byggt beinan rétt á tilskipuninni frá og með gildistökudegi hennar. Hið sama á við ef ákvæði landsréttar fær ekki samrýmst EB-reglu, einstaklingurinn getur byggt beinan rétt á EB-reglunni sem er æðri landslögum. í annan stað eiga einstaklingar og lögaðilar innan EB kost á að krefjast skaðabóta úr hendi hins brotlega aðildarríkis vegna þess tjóns sem þeir kunna að hafa orðið fyrir. Grundvöllurinn að reglu um skaðabótaskyldu var lagður með dómi Evrópudómstólsins í sameinuðum málum C-6/90 og C-9/90 Franco- vich og fleiri gegn Ítalíu9 (hér eftir ,, Francovich-málið“). Atvik voru með þeim hætti að tilskipun nr. 80/98710 var ætlað að veita launþegum lágmarks réttar- vernd í formi tryggingar, einkum vegna ógreiddra launakrafna á hendur gjald- þrota vinnuveitendum. Tilskipunin hafði ekki verið tekin upp í landsrétt á Italíu í samræmi við 3. mgr. 189. gr. Rómarsáttmálans og hafði dómur fallið gegn ítalska ríkinu sökum þess.* 11 Stefnendur, sem allir áttu kröfur á hendur gjald- þrota vinnuveitendum sínum, brugðu á það ráð að höfða mál gegn ítalska ríkinu til greiðslu þeirra fjárhæða sem tilskipuninni var ætlað að tryggja þeim. Málinu var samkvæmt 177. gr. Rómarsáttmálans vísað til forúrskurðar Evrópudóm- stólsins sem fjallaði annars vegar um það hvort tilskipunin hefði bein réttaráhrif í þeim skilningi að einstaklingur gæti borið ákvæði hennar beint fyrir sig gegn ítalska rrkinu og hins vegar hvort einstaklingur gæti byggt kröfu um skaða- bótaskyldu ríkisins á EB-rétti. Evrópudómstóllinn kannaði það fyrst hvort ákvæði tilskipunarinnar væru nægilega skýr og óskilyrt til að hafa bein réttaráhrif. Til þess þyrfti í fyrsta lagi að vera mögulegt að greina rétthafa tryggingarinnar, í öðru lagi efni hennar og í þriðja lagi þann sem ábyrgur væri fyrir greiðslu. Enda þótt greina tækist bæði rétthafa og efni tryggingarinnar var niðurstaðan sú að tilskipunin hefði ekki bein réttaráhrif þar sem þriðja skilyrðið var ekki talið uppfyllt. Tilskipunin kvað á um það að stofnsettur yrði sérstakur tryggingasjóður sem átti að ábyrgjast greiðslur á óinnheimtum launakröfum launþega sem byggðar voru á ráðningar- samningi. Sjóður þessi hafði á hinn bóginn ekki verið settur á laggirnar og þar 9 Sameinuð mál C-6/90 og C-9/90 Francovich ogfleiri gegn Ítalíu [1991] ECR1-5357. 10 Tilskipun ráðsins frá 20. október 1980 um samræmingu á lögum aðildarríkjanna um vemd til handa launþegum verði vinnuveitandi gjaldþrota (80/987/EBE). Sjá 1. kafla V. hluta EES- samningsins, sbr. XVIII. viðauka. Sjá jafnframt lög nr. 53/1993 um ábyrgðarsjóð launa vegna gjaldþrota. 11 Mál 22/87 Framkvœmdastjórnin gegn Ítalíu [1989] ECR 143. 127
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.