Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1998, Síða 44

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1998, Síða 44
af leiðandi var ekki hægt að krefja neinn beint á grundvelli ákvæða tilskipun- arinnar, ekki einu sinni ríkið þrátt fyrir vanrækslu þess. Evrópudómstóllinn komst engu að síður að þeirri niðurstöðu að ríkið væri skaðabótaskylt gagnvart þeim einstaklingum sem mátt höfðu þola tjón vegna þess að tilskipunin hafði ekki verið tekin upp í landsrétt. Dómurinn í Francovich-málinu tók endanlega af skarið með það að aðildar- ríki Evrópubandalagsins sem brýtur gegn samningsskuldbindingum sínum kann að vera skylt að EB-rétti að greiða skaðabætur til þeirra sem verða fyrir tjóni.12 í grein þessari er ætlunin að fjalla um hugsanlega skaðabótaábyrgð aðildar- ríkja EES-samningsins gagnvart einstaklingum og lögaðilum.13 Er látið við það sitja að kanna bótagrundvöll án þess að nánar sé fjallað um skilyrði skaðabóta eða umfang þess tjóns sem mögulega þarf að bæta.14 Þess er að geta að það kann að vera að í landsrétti einstakra aðildarríkja að EES-samningnum séu réttarreglur sem leiða til þeirrar niðurstöðu að ein- staklingur sem beðið hefur tjón vegna samningsbrots viðkomandi aðildarríkis fái það tjón bætt úr hendi ríkisins eða með öðrum hætti. Sem dæmi má nefna að hafi íslenska rrkið látið fyrir farast að innleiða tilskipun í samræmi við fyrir- 12 Fyrri dómar höfðu veitt vísbendingar í þessa átt, sbr. mál 6/60 Humblet gegn Belgíu [ 1960] ECR 559 og ennfremur mál 60/75 Carmine Antonio Russo gegn Azienda di Stato per gli lnterventi sul Mercato Agricolo [1976] ECR 45.1 síðamefnda dóminum segir í 9. mgr.: „If an individual producer has suffered damage as a result of the intervention of a Member State in violation of Community law it will be for the State, as regards the injured party, to take the consequences upon itself in the context of the provisions of national law relating to the liability of the State". Þessa málsgrein má ýmist skilja á þann veg að þar sé að finna reglu um skaðabótaskyldu aðildarríkja eða með þeim hætti að þar sé einungis vísað til reglna innanlandsréttar um greint efni. Sjá Carmen Plaza Martin: „Furthering the Effectiveness of EC Directives and the Judicial Protection of Individual Rights thereunder". (1994) 43 I.C.L.Q., bls. 38-39. 13 I málinu nr. E-1300/1997, Erla María Sveinbjömsdóttir gegn íslenska ríkinu, sem nú er rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur er uppi ágreiningur um það hvort 1. mgr. 5. gr. laga nr. 53/1993 um ábyrgðarsjóð launa vegna gjaldþrots, sbr. 3. mgr. 112. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl., fái samrýmst tilskipun ráðsins 80/987/EBE frá 20. október 1980 með síðari breytingum. Þann 5. nóvember 1997 var kveðinn upp úrskurður í málinu um það að leita bæri ráðgefandi álits EFTA- dómstólsins. Spurningamar sem héraðsdómarinn í málinu hefur vísað til dómstólsins em eftir- farandi: 1. Ber að skýra gerð þá sem er að finna í 24. tl. í viðauka XVIII við Samninginn um Evrópska efnahagssvæðið (tilskipun ráðsins nr. 80/987/EBE frá 20. október 1980, eins og henni var breytt með tilskipun ráðsins 87/164/EBE frá 2. mars 1987), einkum 2. mgr. 1. gr. og 10. gr. hennar, á þann veg að samkvæmt henni megi með landslögum útiloka launþega, vegna skyldleika við eiganda sem á 40% í gjaldþrota hlutafélagi, frá því að fá greidd laun frá ábyrgðarsjóði launa á vegum ríkisins þegar launþeginn á ógoldna launakröfu á hendur þrotabúinu? Um er að ræða skyldleika í fyrsta lið til hliðar, þ.e.a.s. systkin. - 2. Ef svarið við spumingu nr. 1 er á þá leið, að launþegann megi ekki útiloka frá því að fá laun sín greidd, varðar það rfkið skaðabótaábyrgð gagnvart launþeganum að hafa ekki, samfara aðild sinni að Samningnum um Evrópska efnahags- svæðið, breytt landslögum á þann veg að launþeginn ætti samkvæmt þeim lögbundinn rétt til launagreiðslnanna?" 14 Sjá um þetta t.d. Mats Axén: „Statens skadestándsansvar vid brott mot EG-rátten“. 2 (1997) 82 SvJT, bls. 163-172. 128
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.