Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1998, Page 48

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1998, Page 48
2.2 Dómar sem máli skipta Aðeins dómar „sem máli skipta“ falla undir 6. gr. EES-samningsins. Dómar Evrópudómstólsins eru því ekki skilyrðislaust lagðir til grundvallar enda þótt ákvæði EES-samningsins sem á reynir sé efnislega samhljóða ákvæði EB- réttar. Aður en samræmdri túlkun er beitt verður að taka afstöðu til þess hvort dómur skipti máli. Eðlilegt er að skilja þetta skilyrði sem svo að það hvort dómur skipti máli eða ekki ráðist einkum af því hvort hann falli innan þeirra marka sem setja verður EES-samningnum. Er hér vísað til þess að samvinna aðildamkja Evrópubandalagsins er með öðru sniði en samvinnan milli þeirra, EB og aðildarríkja EFTA sem komið var á með EES-samningnum. Áhrifum dómsúrlausna Evrópudómstólsins, sem oft einkennast af markmiðstúlkun, verð- ur því að setja einhver takmörk. Munurinn á EB og EES felst aðallega í tvennu. I fyrsta lagi að samstarfið innan bandalagsins er nánara og víðtækara en samstarfið á vettvangi EES. Má þar sem dæmi nefna að aðildamki EB hafa með sér tollabandalag og því sameiginlega tolla gagnvart þriðju ríkjum á meðan EES-samningurinn felur einungis í sér fríverslun með vörur sem uppruna sinn eiga á Evrópska efna- hagssvæðinu.23 Þá er stefnt að því innan EB að komið verði á sameiginlegum innri markaði án landamæra en EFTA-ríkin eru ekki nema að hluta til þátttakendur í því samstarfi. Aðildarrrki EB búa við sameiginlega viðskipta- stefnu24 og stefnu í landbúnaðar- og sjávarútvegsmálum, allt sem fellur að mestu utan EES. Þá má nefna það að með samningunum um Evrópusambandið sem undirritaðir voru í Maastricht þann 7. febrúar 1992 og tóku gildi 1. nóvember næsta árs þar á eftir gerðist Evrópusambandið vettvangur fyrir víðtæka pólitíska samvinnu um annars vegar lagaleg og innri málefni og hins vegar utanríkis- og öryggismál.25 Þannig er meginmarkmið Rómarsáttmálans einhvers konar „samruni“, sbr. 2. gr„ 7. gr. a og 102. gr. a á meðan samstarfið innan EES er aðallega bundið við efnahagslega og viðskiptalega samvinnu.26 I öðru lagi er þess að geta að samstarf innan EB einkennist af yfirþjóðlegu valdi sem nánar lýsir sér í sjálfstæði stofnana EB. Þær hafa vald til að setja réttarreglur sem standa ofar réttarreglum landsréttarins og eru oft til þess fallnar að hafa bein réttaráhrif.27 Reglurnar um forgangsáhrif og bein réttaráhrif eru grundvallarreglur innan EB-réttar og eiga hvað stærstan þátt í að tryggja 23 Sjá dóm EFTA-dómstólsins 3. desember 1997 í máli E-2/1997 Mag Instrument Inc. gegn California Trading Company Norway, Ulsteen, 25. mgr. 24 Sami dómur, 27. mgr. 25 Stefán Már Stefánsson: „Samningamir um Evrópusambandið“. Afmælisrit - Gaukur Jörunds- son sextugur 24. september 1994, Reykjavík 1994, bls. 443-502. 26 í áliti Evrópudómstólsins nr. 1/91 frá 14. desember 1991 fjallaði dómstóllinn m.a. um markmið EB-réttar annars vegar og EES-samningsins hins vegar, sjá einkum 15.-18. mgr. 27 Forgangsáhrif EB-réttar felast í því að EB-reglur em rétthærri en lög einstakra aðildam'kja og ganga þeim þess vegna framar. A það við hvort sem EB-reglur fá ekki samrýmst eldri eða yngri lagaákvæðum landsréttar eða ákvæðum stjómarskrár. 132

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.