Tímarit lögfræðinga - 01.05.1998, Síða 49
sjálfstæði hans.28 En hér má einnig nefna vald framkvæmdastjórnarinnar til að
hafa eftirlit með því að réttarreglum sé framfylgt og þvingunarúrræði ýmis
konar til að tryggja efndir. Ennfremur verður að hafa í huga að stjórnvöldum og
dómstólum í aðildarríkjunum er skylt að hlíta dómum Evrópudómstólsins. Þá
má nefna það að ákvarðanataka innan EB fer yfirleitt fram með þeim hætti að
ýmist einfaldur eða aukinn meirihluti nægir til að ákvörðun fái gildi. Aðildarríki
kunna því að verða bundin við ákvarðanir sem þau eru sjálf mótfallin. Þessi
einkenni yfirþjóðlegs valds eiga ekki við nema í mjög takmörkuðum mæli
innan EES þar sem stofnunum EES hefur ekki verið framselt sambærilegt
ríkisvald.29
Þessi tvö atriði sem fremur en annað greina í sundur réttarkerfi EB og EES
gera það líklega að verkum að dómar Evrópudómstólsins sem ýta undir
samruna eða byggjast á yfirþjóðlegu valdi stofnana EB verða ekki taldir skipta
máli í merkingu 6. gr.
I Francovich-málinu lét Evrópudómstóllinn þess getið að við mat á því hvort
aðildarríki væri skaðabótaskylt gagnvart einstaklingi yrði að líta til uppbygg-
ingar sáttmálans og grundvallarreglna hans. í ljósi þess sem fram hefur komið
um það að uppbygging Rómarsáttmálans er önnur en EES-samningsins og
efnissvið hans víðtækara auk þess sem nokkrar af grundvallarreglum EB-réttar
eru ekki til staðar í EES-rétti, má spyrja hvort dómurinn skipti máli í skilningi
6. gr. EES-samningsins.
Við mat á því er nauðsynlegt að hafa í huga að meginreglan um skaða-
bótaskyldu aðildarríkja EB hefur almennt gildi. Innan EB-réttar á hún við þegar
28 Saraa álit, einkum 20.-22. og 29. mgr. Sjá Henry G. Schermers: „Case Law. Opinion 1/91 14
December 1991 and 1/92 10 April 1992 of the Court of Justice". (1992) 29 CML Rev., bls. 991-
1009 og Trevor C. Hartley: „The European Court and the EEA“. (1992) 41 Intemational and
Comparative Law Quarterly, bls. 841-848.
29 Það er ljóst að Eftirlitsstofnun EFTA hefur verið framselt verulegt framkvæmdavald. Sem dæmi
má nefna valdheimildir stofnunarinnar samkvæmt bókun 4 við samning um stofnun eftirlitsstofn-
unar og dómstóls (SED-samninginn) sem fjallar um störf og valdsvið ESA á sviði samkeppni.
Einnig má nefna 110. gr. EES-samningsins en þar kemur fram að ákvarðanir ESA og fram-
kvæmdastjómarinnar samkvæmt samningnum sem leggja fjárskuldbindingar á aðra aðila en ríki
skuli vera fullnustuhæfar. Hið sama skal eiga við um slíka dóma Evrópudómstólsins, dómstólsins
á fyrsta dómstigi og EFTA-dómstólsins. í samkeppnislögum nr. 8/1993 er að finna í XI. kafla
ákvæði um framkvæmd samkeppnisreglna o.fl. samkvæmt EES-samningnum. Með þessum ákvæð-
um er valdheimildum ESA fengin lagastoð í íslenskum rétti. Löggjafarvald og dómsvald hefur hins
vegar ekki verið framselt nema að mjög takmörkuðu leyti. Sjá „Stjómarskráin og EES-samning-
urinn“, álit nefndar á vegum utanríkisráðuneytisins á því hvort samningurinn um Evrópska
efnahagssvæðið, ásamt fylgisamningum, brjóti á einhvern hátt í bága við íslensk stjómskipunarlög,
Utanríkisráðuneytið, Reykjavík, ágúst 1992 og Sigurjón Ingvason: „EES-samningurinn og stjórn-
arskráin“. (1992) 45 Úlfljótur, 3. tölublað, bls. 247-262. Enda þótt löggjafarvald og dómsvald hafi
þannig formlega séð ekki verið framselt er spuming hvort svo sé í raun. Þannig segir Sejersted á
bls. 59: „Reelt innebærer E0S-avtalen en massiv overfpring av suverenitet. En stor del av norsk
lovgivning i fremtiden vil være avskrift av EF-retten, og selv om Norge formelt alltid kan nekte á
ta inn nye rettsakter i E0S, er den faktiske muligheten til S nekte langt mindre. Avgjprelser fra
EFTA-domstolen og EF-domstolen vil i fremtiden ha stor betydning for rettsutviklingen internt i
Norge“.
133