Tímarit lögfræðinga - 01.05.1998, Side 51
áhrif EB-réttar. Viðurkenning reglunnar fæli með öðrum orðum ekki í sér
yfirfærslu eiginlegs löggjafarvalds til stofnana EES enda þótt með því væri
gengið nokkuð langt í þá átt að veita þjóðréttarreglum áhrif að landsrétti.
Reglan ætti því vel að geta rúmast innan þeirra takmarkana sem EES-samn-
ingnum eru sett. Samkvæmt þessu er tæpast hægt að útiloka það að dómurinn í
Francoví'c/í-málinu skipti máli í skilningi 6. gr. samningsins.
2.3 Ákvæði efnislega samhljóða
6. gr. tekur aðeins til ákvæða EES-samningsins „að því tilskildu að þau séu
efnislega samhljóða“ réttarreglum EB-réttar. Ætla verður að orðalagið sé til-
komið vegna þeirrar dómaframkvæmdar Evrópudómstólsins að skýra samn-
ingsákvæði sem eru samhljóða ákvæðum Rómarsáttmálans með hliðsjón af
tilgangi og markmiðum viðkomandi samnings. Ekki er því sjálfgefið að sam-
hljóða ákvæði verði skýrð með sama hætti. Þannig kann það t.d. að hafa áhrif á
skýringu samningsákvæðis hvort ætlun samningsaðila að fjölþjóðlegum við-
skiptasamningi var að koma á tollabandalagi eða einungis fríverslun með
vörur.33
Það er álitamál hvort skilyrðið um samhljóða ákvæði standi því í vegi að
dómar Evrópudómstólsins sem fela í sér óskráðar meginreglur falli undir
ákvæði 6. gr. EES-samningsins.34 Meginreglur kunna að sjálfsögðu að hafa haft
áhrif á túlkun einstakra ákvæða EB-réttar og má gera ráð fyrir að þannig eigi
þær greiða leið inn í EES-rétt í gegnum 6. gr.35 Otvírætt orðalag ákvæðisins
33 Sjá sem dæmi um þetta dóm EFTA-dómstólsins 3. desember 1997 í máli E-2/97 Mag Instru-
ment Inc. gegn California Trading Company Norway, Ulsteen (enn ekki birt í skýrslum dóm-
stólsins). í málinu komst EFTA-dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að 1. mgr. 7. gr. tilskipunar ráðsins
89/104/EBE verði að EES-rétti („in the EEA context“) túlkuð á þann veg að það sé undir einstökum
EFTA-ríkjum komið hvort þau hagi löggjöf sinni með þeim hætti að þar sé í gildi regla um alþjóð-
lega tæmingu vörumerkjaréttar þegar í hlut eiga vörur upprunnar utan Evrópska efnahagssvæðisins.
34 Spurningin hefur t.d. vaknað í sambandi við gildi óskráðra meginreglna EB-réttar um mann-
réttindi innan EES-réttar. Um þetta segir Davíð Þór: „Margar grundvallarreglur Evrópuréttarins eru
óskráðar og verða fyrst og ffemst leiddar af dómum Evrópudómstólsins. Gera verður ráð fyrir, að
í 6. gr. [EES-samningsins] felist að aðildarríkin skuldbindi sig ... til að hafa þær grunnreglur að
leiðarljósi sem felast í dómafordæmum Evrópudómstólsins, að svo miklu leyti sem þær hafa
þýðingu á þeim sviðum sem samningurinn tekur til, þótt óskráðar séu að öðru leyti“. Sjá Davíð Þór
Björgvinsson: „Evrópuréttur og vemd grundvallarréttinda". Afmælisrit - Gaukur Jörundsson sex-
tugur 24. september 1994, Reykjavík 1994, bls. 189. Sömu sjónarmiða gætir að nokkru hjá Ulf
Bernitz: „Europakonventionens införlivande med svensk ratt - en halvmesyr". (1994-1995)
Juridisk Tidsskrift, 2. hefti, bls. 261-263.
35 Rétt er að taka það fram að óháð því hvort óskráðar meginreglur EB-réttarins falli undir 6. gr.
EES-samningsins munu þær ávallt hafa þýðingu við túlkun EES-réttar vegna sjónarmiða um
einsleitni. Hér má nefna sem dæmi dóm EFTA-dómstólsins frá 20. júní 1995 í máli E-l/95 Ulf
Samuelsson gegn Svíþjóð. í málinu reyndi á skýringu tilskipunar ráðsins frá 20. október 1980 um
samræmingu á lögum aðildarríkjanna um vemd til handa launþegum verði vinnuveitandi gjaldþrota
(80/987/EBE). í 10. gr. a tilskipunarinnar er mælt fyrir um rétt aðildarríkja til þess að gera
nauðsynlegar ráðstafanir til að koma í veg fyrir misnotkun. Um skýringu á þessu ákvæði sagði
135