Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1998, Page 68

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1998, Page 68
Á VÍÐ OG DREIF FRÁ LAGADEILD HÁSKÓLA ÍSLANDS DEILDARFRÉTTIR 1997 1. ALMENNT Á haustmisseri 1997 var nemendafjöldi í lagadeild sem hér segir: Á fyrsta ári 184, á öðru ári 62, á þriðja ári 58, á fjórða ári 91 og á fimmta ári 56, eða samtals 452 laganemar. Tíu prófessorar eru nú við lagadeild og tveir dósentar. Á háskólaárinu 1996-1997 voru haldnir sex deildarfundir, fjórir kennarafundir og fjórir fræðafundir í lagadeild. Ymsar nefndir voru skipaðar til að annast einstaka málaflokka í samræmi við þá stefnu deildarforseta að auka valddreifingu við stjórnun lagadeildar. Verður þeirra, auk fastanefnda frá fyrri tíma, getið hér á eftir. 2. INNRI MÁLEFNI LAGADEILDAR 2.1 Húsnæðismál lagadeildar a. Endurnýjun og viðhald Hafist hefur verið handa við endurbætur og viðhald innanhúss í Lögbergi, en það hefur sáralítið verið í um 20 ár. Byrjað var á efstu hæð, skipt þar um gólfefni og málað í þeim hluta, sem nefndur er stjómsýsluhluti hússins. Málverk eftir kunna listamenn prýða þar nú veggi og má segja að þessi hluti hússins hafi fengið nokkra andlitslyftingu. I vor og sumar verður þessum endurbótum haldið áfram í öðrum hlutum Lögbergs. b. Aukið kennslurými Á deildarfundum hefur ítrekað komið fram að brýnt sé að lagadeild fái til afnota fleiri kennslustofur í Lögbergi, en aðrar deildir háskólans hafa haft afnot af kennslustofum þar. Þá var einnig samþykkt á deildarfundi 19. desember 1997 að þess yrði farið á leit við yfirstjóm Háskólans að 4. hæð Lögbergs yrði einungis nýtt undir skrifstofur kennara, fundarherbergi deildarinnar, kennara- stofu og stjórnsýslu lagadeildar og að 2. og 3. hæð yrðu eingöngu nýttar í þágu starfsemi deildarinnar. 152

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.