Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1998, Side 71

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1998, Side 71
kvennafræði við Háskóla íslands, þannig að þeir sætu í kennslustundum ásamt stúdentum í 4. hiuta laganáms, sem valið hefðu kjörgreinarnar. Það skilyrði var þó sett að viðkomandi stúdentar hefðu lokið að minnsta kosti 60 eininga háskólanámi, áður en þeir ættu kost á að leggja stund á nám í þessum greinum. 2.7 Starfandi nefndir í lagadeild: Bókasafnsnejhd í bókasafnsnefnd lagadeildar eiga sæti prófessoramir Páll Sigurðsson og Viðar Már Matthíasson. Fulltrúi laganema er Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir. Hlutverk nefndarinnar er að vinna að eflingu bókasafns deildarinnar í sam- ráði við deildarforseta. Námsnefnd Námsnefnd skipa prófessorarnir Björn Þ. Guðmundsson deildarforseti sem jafnframt er formaður nefndarinnar og Davíð Þór Björgvinsson. Auk þess situr Heimir Örn Herbertsson laganemi í nefndinni f.h. Orators. Meginviðfangsefni námsnefndar er nú að taka upp einingakerfi við laga- deild. Húsnefiid Húsnefnd lagadeildar skipa Davíð Þór Björgvinsson prófessor og Jón Eðvald Malmquist laganemi. Hlutverk hennar er að vinna að viðhaldi og endurbótum á húsnæði deildar- innar í samráði við deildarforseta. Nefnd til undirbúnings 90 ára afmœlis lagakennslu 1. október 1998 Að tillögu deildarforseta var samþykkt á deildarfundi 19. desember 1997 að skipa þriggja manna nefnd til að undirbúa 90 ára afmæli lagakennslu 1. október 1998. Nefndina skipa: Jónatan Þórmundsson prófessor, formaður, tilnefndur af lagadeild, einn maður tilnefndur af Orator, félagi laganema, og annar tilnefndur af Hollvinafélagi lagadeildar, en þeim tilnefningum er ekki lokið. Nefnd til kanna leiðir til að koma á samningum við aðra skóla á háskólastigi um kennslu í lögfræði Skipuð var þriggja manna nefnd til þess að kanna möguleika á því að Laga- stofnun fyrir hönd lagadeildar geri samninga við aðra skóla á háskólastigi um kennslu í lögfræði fyrir nemendur viðkomandi skóla. í henni sitja Þorgeir Ör- lygsson prófessor formaður og Viðar Már Matthíasson prófessor auk kennslu- stjóra. Nefnd til að kynna og undirbúa upptöku einingakerfis í lagadeild Á deildarfundi 23. október 1997 var samþykkt að skipa sérstaka nefnd til þess að kynna og undirbúa upptöku einingakerfis í stað hlutakerfis í lagadeild. 155

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.