Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Qupperneq 3

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Qupperneq 3
Tímarit löqfræðinqa 2. hefti • 54. árqanqur STJÓRNARSKRÁIN OG ALMENN LÖG í upphafi þessa árs urðu nokkrar umræður á síðum dagblaðanna um stöðu og valdsvið Hæstaréttar og dóma þar sem hefur reynt á ákvæði stjómarskrárinnar. Þessi umræða hefur af og til verið uppi undanfarin ár. Ágreiningslaust er að Hæstiréttur hefur hið endanlega vald til þess að skera úr því hvort almenn lög standast stjómarskrána, eins og stundum er til orða tekið, og aðrar stjómskip- unarreglur, en á það reynir ekki öðm vísi en í dómsmáli. Þetta kemur að vísu hvergi fram í settum lögum en er engu að síður ótvíræð regla. Öðru máli gegnir hvort þetta er heppilegasta skipunin og má vera að sitt sýnist hverjum um það. Þetta er sú skipun sem höfð er nokkuð víða um lönd og ekki hafa borist fréttir þaðan að til standi að breyta henni. Þá verður að telja það óumdeilt að Hæstiréttur hefur kveðið upp fleiri dóma þar sem lög eru talin brjóta í bága við stjómarskrána en hliðstæðir dómstólar í öðram löndum sem sama vald hafa, þótt nákvæmar upplýsingar um það liggi ekki fyrir. Fjöldi þessara dóma er að vísu háður skilgreiningu, s.s. eins og þeirri hvort framsal löggjafans á valdi sínu til framkvæmdavaldsins án nægjanlegrar lagastoðar fellur hér undir, sem telja má að sé hæpið. Líklega er sama hverri skilgreiningu er beitt, niðurstaðan verður engu að síður sú að dómar þessir era fleiri hér á landi en annars staðar. Þá er eðlilega höfuðspumingin hver sé ástæðan. I framangreindri umræðu komu fram hugsanlegar skýringar og er þá einkum vitnað til greinar sem Davíð Þór Björgvinsson prófessor ritaði í Morgunblaðið 13. janúar sl. Hann nefnir í fyrsta lagi þá skýringu að íslenskir dómarar og lögfræðingar kunni að hafa losað um tengsl sín við almenn norræn viðhorf og hallast meira að þeim við- horfum sem ríkja hjá Evrópudómstólnum og Mannréttindadómstóli Evrópu, jafnvel litið til Bandaríkjanna. I öðru lagi sé hugsanlegt að breytingar á mann- 187
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.