Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Page 13

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Page 13
eiginleika auk innpökkunar hlutarins.4 Samkvæmt framansögðu ná skilgrein- ingar kpl. og nkpl. til eftirtalinna atriða:5 • tegundar • magns • gæða • annarra eiginleika • innpökkunar söluhlutar Ef hlutur hefur ekki til að bera þá eiginleika sem leiða má af samningi telst galli vera til staðar, t.d. þegar ekki er afhent rétt tegund, sbr. H 1971 560 (þéttiefni), eða umsamið magn, sbr. H 1983 2194 (tískuvörur), en í þeim dómi þótti ósannað að seljandi hefði afhent meira magn til efnda á pöntun en um var samið. Þá getur hvað varðar gœði og aðra eiginleika verið að ekki sé fullnægt þeirri tæknilegu útfærslu sem samningur gerir ráð fyrir, sbr. H 1975 1020 (glerull), H 1993 777 (salatpökkunarvél), H 1995 77 (parket) og dómur Hæsta- réttar frá 27. nóvember 2003 í málinu nr. 194/2003 (björgunarbátur). Ef selj- andi hefur ábyrgst eða heitið tilteknum eiginleikum varðandi hlutinn er um galla að ræða ef þessir eiginleikar eru ekki til staðar, sbr. H 1971 974 (Hafþór VE 265) og til athugunar H 1991 97 (súrheystum). Skiptir þá í sjálfu sér ekki máli hvort hlutur sá sem afhentur var hefur sama verðmæti og notagildi sam- kvæmt tilgangi sínum og hinn umsamdi hlutur. Hafi maður t.d. keypt rauða skyrtu en fær bláa afhenta er um galla í þessum skilningi að ræða. Sjá að öðru leyti um þetta álitaefni kafla 6.3.3 hér á eftir. Eins má nefna það dæmi að jafnvel þótt hlutur sé í sjálfu sér í lagi og geti þjónað hlutverki sínu er samt sem áður um galla að ræða ef ekki er hægt að setja hann upp með þeim einfalda hætti sem samningurinn gerir ráð fyrir. Þetta getur t.d. átt við um vél sem erfitt reynist að setja í skip eða bíl, sbr. H 1996 3381 (sómabátur).6 4 Samkvæmt 18. gr. fkpl. telst fasteign gölluð ef hún stenst ekki þær kröfur um gæði, búnað og annað sem leiðir af lögunum og kaupsamningi. Notuð fasteign telst þó ekki gölluð nema ágallinn rýri verðmæti hennar svo nokkru varði eða seljandi hafi sýnt af sér saknæma háttsemi. í 19. gr. laganna eru nánari ákvæði um útfærslu á gallahugtakinu í fasteignakaupum og sérregla um neyt- endakaup. Sú takmörkun fkpl. að ágalli þurfi að rýra verðmæti eignar svo nokkru varði er ekki í kpl. og er að því leytinu til munur á fkpl. og kpl. Sjá nánar Viðar Már Matthíasson: „Gallahugtak laga um fasteignakaup nr. 40/2002". Lögberg. Rit Lagastofnunar Háskóla íslands. Reykjavík 2003, bls. 741. 5 I þjkpl. er það skilgreint í 1.-5. tl. 1. mgr. 9. gr. hvenær seld þjónusta telst gölluð. Er þar um að ræða atriði sem fyrst og fremst lúta að árangri af unnu verki, öryggisatriðum, rangri eða vanræktri upplýsingaskyldu, hættu á líkams- og eignatjóni og notagildi. I 6. tl. segir síðan að söluhlutur teljist gallaður ef seld þjónusta víkur að öðru leyti frá því sem samningur seljanda og neytanda kveður á um. 6 Alþt. 1999-2000, A-deild, bls. 833-834. 197
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.