Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Side 14

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Side 14
H 1971 560 (þéttiefni) Kaupanda var afhent annað þéttiefni til glerjunar en um var samið, þ.e. Weatherban 202 í stað Weatherban 101. Talið var að seljanda hefði mátt vera það ljóst að allt þéttiefni sem kaupandi falaðist eftir átti að hafa eiginleika efnisins Wealherban 101. Var kaupendum því fengið í hendur annað efni en um var samið og var þar um mistök starfsmanna seljanda að ræða. Bar seljandinn af þessum sökum skaðabótaábyrgð gagnvart kaupanda. H 1971 974 (Hafþór VE 265) Vélbátur átti samkvæmt afsali að afhendast „í ríkisskoðunarstandi". Seljandi var dærndur til að greiða kaupanda reikninga vegna viðgerða sem nauðsynlegar voru til að fullnægt væri þessum skilntála. Var komist svo að orði í dómi Hæstaréttar að seljendur hefðu engin haldbær rök fært fram fyrir því að þeim bæri ekki að greiða umræddan kostnað. H 1975 1020 (glerull) Verktaki pantaði tiltekið magn af 4 tommu þykkri glerull til einangrunar á geymi. Eftirlitsmaður taldi að glerullin stæðist ekki uppgefið mál og reyndist það rétt vera samkvæmt áliti dómkvaddra matsmanna. Seljandi var af þeim sökum talinn bera skaðabótaábyrgð gagnvart kaupanda. H 1975 1032 (vörulager) Við kaup á verslun var verðmæti vörulagers talið vera 2.100.000 krónur. Upplýsingar um heildarverðmæti vörubirgðanna voru frá seljanda komnar. Sá ákvörðunargrund- völlur reyndist rangur og þótti seljandi, eins og hagaði til í málinu, verða að bera hallann af því. Var kaupanda því dæmdur afsláttur af þessum sökum. H 1991 97 (súrheysturn) F tók að sér að reisa súrheystum fyrir Þ úr glertrefjastyrktum polyester. Undirstaða turnsins skyldi vera á ábyrgð Þ en færi svo að tuminn þyldi ekki tilskilið álag skyldi F endurgreiða Þ útlagðan kostnað við undirstöðu. Abyrgðaryfirlýsing seljanda var svohljóðandi: „Kaupandi skal leggja til undirstöðu undir tuminn á sinn kostnað og á sína ábyrgð. Jafnframt skal hann sjá um fæði handa þeim er vinna að uppsetningu. Nú kann svo að fara, að tuminn þoli ekki tilskilið álag, og skal seljandi þá endur- greiða kaupanda útlagðan kostnað vegna undirstöðu. Seljandi tekur alla ábyrgð á þvf, að turninn standist þær kröfur, sem til hans eru gerðar, í þrjú ár frá afhendingardegi". Þak tumsins fauk og þrjár efstu einingar hans og áður en dómkvaddir matsmenn gátu lokið mati sínu fauk það sem eftir var af tuminum. Matsgerð leiddi í ljós að hönnun turnsins var ábótavant og trefjaplast það sem var notað var ekki í samræmi við teikn- ingar. Af hálfu seljanda var því haldið fram að eyðilegging turnsins hefði orðið vegna þess að lok var ekki sett á hann eins og nauðsynlegt hefði verið. Um það sagði í dómi að upplýst væri að seljandinn hafi átt að sjá um smíði tumsins og ekkert lok hafi fylgt eða verið sett á í upphafi. Seljandi liafi afhent lokið nokkrum mánuðum síðar. Kaupandinn hafi að sönnu vanrækt að setja það á turninn, en ekkert væri frarn komið um það sem sýndi að af hálfu seljanda hafi það verið skýrt fyrir kaupanda að það skipti máli um styrkleika mannvirkisins eða að kaupandinn hafi mátt gera sér það ljóst. F var því talinn hafa afhent Þ gallaða vöru og með lögjöfnun frá kpl. var Þ talið heimilt að rifta kaupum á tuminum. 198
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.