Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Side 17

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Side 17
í þeim áskilnaði að hlutur skuli vera í samræmi við það sem leiðir af samningi felst ekki einungis tilvísun til texta samnings heldur og forsendna aðila, auk þess sem önnur atvik í sambandi við kaupin geta haft þýðingu. Almennar reglur samningaréttarins um túlkun og fyllingu samninga eru til leiðbeiningar um þessi atriði. Sjá til athugunar H 1975 1032 (vörulager) sem er reifaður hér að framan. Sem dæmi um þetta má einnig nefna það tilvik þegar kaupandi gengur út frá því að dráttarvél megi bæði nota til venjulegra land- búnaðarverka og malarnáms. Þýðing samnings og samningsforsendna kemur oft vel í ljós þegar tilgangurinn með samningnum er annar en vanalegt er. Ef samningurinn snýst t.d. um kaup á bílum til niðurrifs getur kaupandinn að öllu jöfnu ekki borið það fyrir sig að ekki sé unnt að fá bílinn skráðan til aksturs. í mörgum tilvikum er söluhlut ekki nákvæmlega lýst í samningi. í slíkum tilvikum verður söluhlutur að hafa þá eiginleika sem slíkir hlutir hafa venjulega. Samningskjör veita oft vísbendingu um hvemig þessu er nánar varið, t.d. það verð sem hlutur er keyptur á, sbr. áðumefndan H 1995 77 (parket) og einnig H 1971 98 (fyllingarefni), en þar var ekki talið í ljós leitt að fyllingarefni það sem um ræddi í málinu hefði verið ónothæft ef fylgt hefði verið leiðbeiningum seljanda um notkun þess. Þá var heldur ekki talið sannað að efnið hefði verið lakara að gæðum en kaupendur máttu vænta af verði þess og frásögn seljanda. Sjá einnig um þýðingu kaupverðs H 1972 367 (vatnsvarinn krossviður).10 Kröfuréttindi féllu undir gildissvið kaupalaga nr. 39/1922 og varð ekki breyting þar á með lögum nr. 50/2000 að öðru leyti en því að í 4. gr. þeirra laga var tekið fram að kaup á kröfum og réttindum teldust ekki til neytendakaupa.* 11 I b-lið 2. gr. laga nr. 48/2003 um neytendakaup er sérstaklega tekið fram að þau lög taki til kaupa á kröfum og réttindum. Samkvæmt því ná nkpl. til kaupa neytenda á hverju því sem er fjárhagslegs eðlis. Þó ber að hafa í huga við neyt- endakaup á kröfum og réttindum að um er að ræða söluhlut sérstaks eðlis og að á þessu sviði gilda ýmis sérákvæði í lögum.12 Sérsjónarmiða gætir við mat á því hvort seld kröfuréttindi séu gölluð eða ekki.13 í dómi Hæstaréttar frá 8. mars 2001 í máli nr. 381/2000 (víxill) segir að það teljist ekki galli á seldri kröfu í skilningi 42. gr. laga nr. 39/1922 um lausafjárkaup að skuldari reynist ekki fær um að greiða hana að fullu á gjald- daga og var seljandi víxla því sýknaður af riftunarkröfu kaupanda. í dómi Hæstaréttar frá 29. janúar 2004 í málinu nr. 227/2003 (Natan og Olsen ehf.) segir m.a. að sú forsenda kaupanda að viðskiptakröfur skyldu teljast gildar og innheimtanlegar fæli ekki í sér að þær þyrftu að fást í raun innheimtar á síðari 10 Sjá nánar um þessi atriði Alþt. 1999-2000, A-deild, bls. 834. II Sjá Þorgeir Örlygsson: „Gildissvið kaupalaga nr. 50/2000“. Tímarit lögfræðinga. 1. hefti 2002, bls. 32. 12 Sjá nánar Alþt. 2002-2003, A-deild, bls. 3791-3792. 13 Sjá um almennar reglur um framsal kröfuréttinda, þ.m.t. um ábyrgð framseljanda og reglur sem geta leitt til rýmri ábyrgðar en almennar reglur gera ráð fyrir Þorgeir Örlygsson: Kaflar úr kröfurétti II. Almennar reglur um aðilaskipti að kröfuréttindum. Handrit til kennslu við lagadeild Háskóla íslands. Reykjavík 2001, einkum bls. 8-15. 201
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.