Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Síða 21

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Síða 21
2.2.3 Kaup gerð í sérstökum tilgangi - Hið sérstaka notagildi í b-lið 2. mgr. 17. gr. kpl. er fjallað um það tilvik þegarkaup eru af kaupanda hálfu gerð í sérstökum tilgangi og ekki er venjulegt að nota hlutinn í samræmi við hann. Er það orðað svo í ákvæðinu að leiði ekki annað af samningi skuli söluhlutur henta í ákveðnum tilgangi sem seljandinn vissi eða mátti vita um þegar kaupin voru gerð, nema leiða megi af atvikum að kaupandi hafi ekki byggt á sérþekkingu seljanda og mati hans, eða hafi ekki haft sanngjama ástæðu til þess. Sambærilegt ákvæði er í c-lið 2. mgr. 15. gr. nkpl. og b-lið 2. mgr. 2. gr. Evróputilskipunar um neytendakaup.19 Það er skilyrði þess að b-liður 2. mgr. 17. gr. kpl. eigi við að seljandinn hafi við kaupin vitað eða mátt vita um tilgang kaupanda. Samkvæmt ákvæðinu er það vitneskja seljanda við kaupin sem máli skiptir. Ef seljandi veit eða má vita á grundvelli slíkrar vitneskju að söluhlutur hentar ekki í þessum sérstaka til- gangi verður seljandi að upplýsa kaupanda um það. Fái seljandi hins vegar ekki þessa vitneskju fyrr en eftir að kaup gerðust, en áður en afhendingin átti sér stað, getur kaupandinn ekki borið galla fyrir sig, jafnvel þótt hluturinn henti ekki í þeim tilgangi sem hann á að nota til. I því orðalagi að seljandi mátti vita um tilgang kaupanda felst að ekki má vera til staðar nein sanngjöm ástæða sem afsakar ókunnugleika seljanda um hinn sérstaka tilgang. I b-lið 2. mgr. 35. gr. Sþ-sáttmálans um samninga um sölu á vöru milli ríkja er orðalag um þetta efni með nokkuð öðrum hætti, en þar er skírskotað til „particular purpose expressly or impliedly made known to the seller“. Telja verður að þetta orðalag leiði til sömu niðurstöðu og orðalag b-liðar 2. mgr. 17. gr.20 Akvæði b-liðar 2. mgr. 17. gr. kpl. hefur sérstaka þýðingu þegar kaupandi getur ekki tilgreint nákvæmlega sérstaka eiginleika söluhlutar á annan veg en þann að lýsa tilgangi kaupanna. Seljandinn hefur oft þá sérkunnáttu sem nauðsynleg er til þess að velja þann hlut sem hentar í þeim tilgangi sem lýst var. Vöruúrval er nú á tímum oft svo fjölbreytt, og ýmsar vörur miðaðar svo mjög við sérstakar notkunarþarfir einstaklinga, að vandasamt er fyrir óreyndan kaup- anda að velja hið rétta. Jafnvel þótt nota mætti aðra hluti í staðinn getur verið að þeir séu óhentugri eða dýrari í rekstri en þeir sem henta best. Þegar svo stendur á ber seljandi ábyrgð á því að gefa kaupanda réttar upplýsingar um val hlutar. Þegar pantaðir eru varahlutir verða þeir auðvitað að hæfa aðalhlut, bæði 19 Samkvæmt b-lið 1. mgr. 19. gr. fkpl. er fasteign gölluð ef hún hentar ekki til þeirra sérstöku afnota fyrir kaupanda sem seljanda var eða mátti vera kunnugt um þegar kaupsamningur var gerður. Þetta gildir þó ekki ef kaupandi byggði ekki á þekkingu eða mati seljanda á eiginleikum eignarinnar eða skorti réttmæta ástæðu til þess. Atvinnuhúsnæði sem keypt væri til verslunarreksturs og kjötvinnslu, en væri óheimilt að nota sem slíkt vegna nálægðar við aðra atvinnustarfsemi, væri gallað samkvæmt b-lið ákvæðisins, enda lægi ljóst fyrir að það hefði verið mat seljanda að eignin hentaði til slíkra afnota og kaupandi hafi treyst því mati, sbr. reglu 2. málsl. b-liðar 1. mgr. 19. gr. fkpl. Alþt. 2001-2002. A-deild, bls. 1464. 20 Alþt. 1999-2000, A-deild, bls. 835, og Alþt. 2002-2003, A-deild, bls. 3801-3802. 205
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.