Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Page 23

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Page 23
2.2.5 Kröfur sem gerðar eru til umbúða á söluhlut Söluhlutur skal vera í venjulegum eða öðrum forsvaranlegum umbúðum sem nauðsynlegar eru til að varðveita og vemda hann, sbr. d-lið 2. mgr. 17. gr. kpl. Skylda seljanda nær því einungis svo langt sem nauðsynlegt er til þess að varðveita og vemda hlutinn. Ef hlut er pakkað inn á venjulegan hátt er það að öllu jöfnu nægilegt ef ekki má leiða af sérstökum atvikum að meira þurfi til þess að vemda hlutinn og varðveita. Ákvæðið felur ekki í sér að söluhlutur þurfi alltaf að vera innpakkaður. Bflar og sandur eru söluhlutir sem að jafnaði þarf ekki að pakka inn. Að öðru leyti verður að skýra hugtakið umbúðir rúmri skýringu. Dýrum er t.d. venjulega ekki pakkað inn þótt þau séu send frá einum stað til annars en þess í stað er sú krafa gerð að flutningur fari fram í forsvaran- legum búrum eða með öðrum áþekkum hætti sem nauðsynlegur er til að vemda þau. Samhljóða ákvæði er í e-lið 2. mgr. 15. gr. nkpl.24 2.2.6 Söluhlutur skal vera í samræmi við væntingar neytenda um endingu o.fl. Leiði annað ekki af samningi skal söluhlutur hafa þá eiginleika til að bera sem neytandinn mátti vænta við kaup á slíkum söluhlut að því er varðar end- ingu og annað, sbr. b-lið 15. gr. nkpl. Ákvæðið á sér ekki beina hliðstæðu í kaupalögunum en er sambærilegt við d-lið 2. mgr. 2. gr. Evróputilskipunarinnar um neytendakaup. Samkvæmt því skal söluhlutur hafa þá eiginleika til að bera sem neytandinn mátti vænta við kaup á slíkum hlut að því er varðar endingu og aðra eiginleika. Svar við spumingunni um hvaða eiginleika neytandinn mátti vænta að söluhlutur hefði verður ekki byggt á væntingum einstakra neytenda. Þannig getur neytandi með óeðlilega miklar væntingar ekki haldið því fram að sölu- hlutur sé gallaður þar sem hann sé ekki í samræmi við væntingar hans. Þess í stað byggist mat á því hvort hlutur sé gallaður t.d. á samningnum, verði hlutar eða upplýsingum sem gefnar voru við kaupin. Þá getur það skipt máli ef gefnar hafa verið út ábyrgðaryfirlýsingar um hversu lengi hluturinn muni endast.25 Sjá til athugunar H 1991 1997 (jarðýta) þar sem tekið var fram í dómi að kaupand- inn hafi mátt ætla að viðgerð á hliðardrifum jarðýtunnar hefði verið forsvaran- leg og að þau væru í nothæfu ástandi þannig að kaupandinn gæti haft venjuleg not af jarðýtunni með hliðsjón af aldri hennar. Sjá einnig dóm Hæstaréttar frá 7. febrúar 2002 í málinu nr. 297/2001 (bílaþvottavél), en þar var talið að bíla- þvottavélar hefðu verið í mun lakara ásigkomulagi en við hefði mátt búast. Bæði seljandi, kaupandi og fasteignasali virtust hafa miðað við að nokkur viðgerð vélanna á vegum kaupanda myndi leiða til þess að vélarnar yrðu honum nothæfar. Voru kaupanda dæmdar skaðabætur vegna skorts á áskildum kostum. 24 Alþt. 1999-2000, A-deild, bls. 835, og Alþt. 2002-2003, A-deild, bls. 3803. 25 Alþt. 2002-2003, A-deild, bls. 3801-3802. 207
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.