Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Side 53

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Side 53
Ákvæði þetta hefur fyrst og fremst þýðingu við bilanir sem rekja má til framleiðslugalla en getur einnig haft þýðingu í öðrum samböndum. Það að galli sem upp kemur innan sex mánaða frá áhættuflutningi verði talinn hafa verið til staðar við flutning áhættunnar er talið gilda nema annað sannist. Þetta þýðir í raun að seljandi verður að sýna fram á að gallinn hafi ekki verið fyrir hendi við flutning áhættunnar af söluhlut til neytanda. I nkpl. er ekki að finna ákvæði um það hvemig seljandi getur sýnt fram á þetta. Ákvæðið hefur þó engin áhrif á þá meginreglu að það er neytandinn sem hefur sönnunarbyrðina fyrir því að galli í skilningi 15. og 16. gr. laganna sé fyrir hendi. Til að undantekningarákvæði málsgreinarinnar eigi við verður það að vera ósamrýmanlegt eðli gallans eða vömnnar að telja að gallinn hafi verið fyrir hendi við áhættuflutninginn. Undantekning er varðar eðli vörunnar myndi helst koma til um hluti með stuttan endingartíma þar sem eðlilegt er að hluturinn eyðileggist innan tímafrests ákvæðisins. Þar sem neytandi getur ekki með réttu vænst þess að söluhlutur eða hlutar hans endist lengur en tímafrestur ákvæði- sins er ekki hægt að ætla að bilun eða eyðileggingu hlutarins megi rekja til atvika sem voru til staðar við flutning áhættunnar yfir til neytanda. Undantekn- ingar er varða eðli gallans geta t.d. varðað tilvik þar sem orsaka gallans er að leita í atvikum sem urðu eftir áhættuflutninginn og þar sem gallinn sjálfur, út frá almennri reynslu, bendir til þessa. Sem dæmi um þetta má nefna tilvik þar sem aðstæður benda til að söluhlutur hafi orðið fyrir höggi sem honum hefur frá upphafi ekki verið ætlað að þola.75 7. SAMANTEKT OG HELSTU NIÐURSTÖÐUR Flest ágreiningsmál sem koma til kasta íslenskra dómstóla og varða lausa- fjárkaup snúast um það hvort söluhlutur sé gallaður eða ekki, og í framhaldinu hverra vanefndaúrræða kaupandi getur beitt í tilefni galla. Reglur um eiginleika söluhlutar eru því með þýðingarmestu reglum kauparéttarins. I eldri kpl. nr. 39/1922 var gallahugtakið ekki skilgreint en inntak þess mót- aðist í áratugalangri framkvæmd dómstóla. I aðalatriðum má segja að dóm- stólar hafi lagt eftirtalin atriði til grundvallar við mat á því hvort um galla var að ræða: / fyrsta lagi var söluhlutur gallaður ef hann var ekki í samræmi við ákvæði samnings. / öðru lagi var söluhlutur gallaður ef hann hafði ekki til að bera þá eiginleika sem slíkir hlutir höfðu venjulega. Á þetta atriði reyndi fyrst og fremst ef samningur hafði ekki að geyma ákvæði um eiginleika söluhlutar eða ákvæði hans þar um voru ekki skýr. / þriðja lagi var lagt til grundvallar að söluhlutur væri gallaður ef hann skorti þá kosti sem ætla mátti að áskildir hefðu verið, sbr. 2. mgr. 42. gr. eldri kpl. í raun má segja að þetta atriði sé skylt hinu fyrsta og varði að nokkru það um hvað var samið í skiptum aðila, beint eða óbeint. 1 fjórða lagi var söluhlutur talinn gallaður ef hann var ekki í samræmi við upplýsingar seljanda. 75 Alþt. 2002-2003, A-deild, bls. 3807. 237
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.