Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Qupperneq 61
Sveitarstjómum er heimilt að innheimta gjöld fyrir leyfi til framkvæmda, sem áhrif
hafa á umhverfið og breyta ásýnd þess, sbr. 27. gr., og fyrir leyfi til að reisa, stækka
eða breyta byggingarmannvirkjum, sbr. 43. gr. Jafnframt er þeim heimilt að
innheimta gjöld fyrir útmælingu, eftirlit, úttektir og vottorð sem byggingarfulltrúi
lætur í té. Gjöld þessi mega ekki nema hærri upphæð en sem nemur kostnaði við
útgáfu leyfa, útmælingu, eftirlit og vottorð sem byggingarfulltrúi lætur í té.11
í 9. gr. frumvarpsins var lagt til að 1. málsl. 1. mgr. 55. gr. laganna orðaðist
svo:
Sveitarstjómir ákveða gjalddaga framkvæmdaleyfis-, byggingarleyfis- og bfla-
stæðagjalda og hvemig þau skuli innheimt.12
í athugasemdum frumvarpsins við 8. og 9. gr. sagði svo:
Gjaldheimtuheimild vegna framkvæmdaleyfa skortir í 53. gr. laganna. Nauðsynlegt
er að sveitarfélögin geti innheimt framkvæmdaleyfisgjöld með sama hætti og bygg-
ingarleyfisgjöld og er því lagt til að í 53. gr. og 55. gr. verði bætt ákvæðum er heimili
slíkt.13
I 10. gr. frumvarpsins var lagt til að 1. mgr. 56. gr. laganna orðist svo:
Ef framkvæmd, sem fellur undir 27. gr. eða undir IV. kafla laga þessara, er hafin án
þess að leyfi sé fengið fyrir henni, hún byggð á annan hátt en leyfi stendur til eða ef
bygging er tekin til annarra nota en sveitarstjóm hefur heimilað getur skipulags-
fulltrúi/byggingarfulltrúi stöðvað slflcar framkvæmdir tafarlaust. Sé um fram-
kvæmdaleyfisskylda framkvæmd að ræða leitar skipulagsfulltrúi staðfestingar sveitar-
stjómar. Sé um byggingarleyfisskylda framkvæmd að ræða leitar byggingarfulltrúi
staðfestingar byggingamefndar svo fljótt sem við verður komið.14
í athugasemdum frumvarpsins við 10. gr. sagði svo:
í 56. gr. laganna, þar sem fjallað er um framkvæmdir sem brjóta í bága við skipulag
eða eru án leyfis, eru engin ákvæði um þvingunarúrræði liggi ekki fyrir fram-
kvæmdaleyfi þar sem það á við, sbr. 27. gr. Því er nauðsynlegt að skjóta inn í 1. mgr.
56. gr. ákvæði er tekur á því ef ekki liggur fyrir framkvæmdaleyfi með sama hætti
og ef um byggingarframkvæmd, sem fellur undir IV. kafla laganna, er að ræða.15
11 Alþt. 1997-1998, A-deild, bls. 2138.
12 Alþt. 1997-1998, A-deild, bls. 2138.
13 Alþt. 1997-1998, A-deild, bls. 2140.
14 Alþt. 1997-1998, A-deild, bls. 2138.
15 Alþt. 1997-1998, A-deild, bls. 2140.
245