Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Síða 65
að borun eftir heitu vatni væri leyfisskyld framkvæmd skv. 27. gr. laganna, enda
áskilið að rask vegna framkvæmda við borholuna yrði afmáð að framkvæmdum
loknum. Sama niðurstaða varð í úrskurði nefndarinnar frá 26. ágúst 2002 í máli
nr. 44/2000. í því máli var framkvæmdasvæðið 2-3000 fermetrar að stærð.
Gengið var frá svæðinu að lokinni borun og sáust lítil ummerki eftir fram-
kvæmdir önnur en uppgróinn slóði sem lá að borholunni. Það var niðurstaða
nefndarinnar að umfang framkvæmdanna væri ekki mikið og að þær hefðu ekki
umtalsverð áhrif á umhverfið, hvorki sjónrænt né á annan hátt. Af þeim sökum
var framkvæmdin ekki talin hafa verið leyfisskyld skv. 27. gr. skipulags- og
bygj?ingarlaga.
I úrskurði nefndarinnar frá 29. júní 2000 í máli nr. 50/1999 féllst nefndin
ekki á að gerð göngu- eða útivistarstígar meðfram Varmá í Mosfellsbæ væri
leyfisskyld framkvæmd skv. 27. gr. skipulags- og byggingarlaga, enda var ekki
fallist á að stígurinn breytti verulega ásýnd lands.
í úrskurði nefndarinnar frá 12. september 2002 í máli nr. 67/2000 var ekki
fallist á að framkvæmdaleyfi þyrfti til svo að setja mætti niður lítinn færanlegan
geymsluskúr á lóð, enda var staðsetning hans ekki metin meiri háttar fram-
kvæmd sem áhrif hefði á umhverfið og ásýnd þess með hliðsjón af smæð
skúrsins og því að hann var ekki jarðfastur.
Við umfjöllun Alþingis á frumvarpi því er varð að lögum nr. 135/1997, sem
breyttu ákvæði 27. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, urðu umræður
mestar um þá breytingu á ákvæðinu sem fólst í því að landgræðslu- og skóg-
ræktaráætlanir urðu ekki lengur skilyrðislaust háðar leyfi skv. 27. gr. laganna.
Við 27. gr. var bætt nýrri málsgrein þar sem tekið var fram að landgræðslu- og
skógræktaráætlanir skyldu vera í samræmi við skipulagsáætlanir og mat á um-
hverfisáhrifum þar sem það ætti við. Þessi breytingartillaga kom frá meiri hluta
umhverfisnefndar.27 Eins og áður segir voru þeir þingmenn, sem skipuðu meiri
hlutann, á hinn bóginn ekki á eitt sáttir um hvemig skýra ætti þessa breytingu
sem lögð var til á 27. gr. skipulags- og byggingarlaga.28 Þannig var helst að
skilja á sumum þingmönnum að landgræðslu- og skógræktaráætlanir væra
aldrei háðar framkvæmdaleyfi.29 Aðrir töldu að fæli landgræðslu- og skóg-
ræktaráætlun í sér meiri háttar framkvæmd væri hún háð leyfi skv. 27. gr.30 Enn
aðrir töldu að aðeins í því tilviki þegar skylt væri að láta fara fram umhverfis-
mat á landgræðslu- og skógræktaráætlun væri framkvæmdin háð framkvæmda-
leyfi.31 Úrskurðamefnd skipulags- og byggingarmála tók afstöðu til þessa
álitaefnis í úrskurði frá 31. október 2001 í máli nr. 13/2001. Það var niðurstaða
nefndarinnar að ekki þyrfti framkvæmdaleyfi til skógræktar fyrr en því marki
væri náð að um væri að ræða framkvæmd sem kynni að vera háð mati á um-
27 Alþt. 1997-1998, A-deild, bls. 2355.
28 Alþt. 1997-1998, B-deiId, dálk. 2159.
29 Alþt. 1997-1998. B-deild, dálk. 2155.
30 Alþt. 1997-1998, B-deild, dálk. 2151.
31 Alþt. 1997-1998. B-deild, dálk. 2167-2168.
249