Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Side 69

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Side 69
í þremur eintökum sem sýni framkvæmd og afstöðu hennar í landi, nánar til- tekið yfirlitsuppdráttur í mælikvarða 1:50.000-1:5000, þar sem fram komi mörk viðkomandi svæðis, tenging þess við þjóðveg, hæðarlínur og mannvirki sem fyrir séu á svæðinu. Þar sem það á við skuli einnig leggja fram afstöðuuppdrátt í mælikvarða 1:2000-1:1000 þar sem fram komi mörk viðkomandi svæðis, hæðarlínur, mannvirki sem fyrir séu á svæðinu og upplýsingar um fyrirhugaðar framkvæmdir eftir því sem við geti átt. Auk þess fylgigögn þar sem fram komi lýsing á framkvæmd og hvernig framkvæmd falli að gildandi skipulags- áætlunum ásamt öðrum upplýsingum sem skipulagsnefnd telji nauðsynlegar. í 3. mgr. sömu greinar er þó tekið fram að skipulagsnefnd geti í einstökum tilvikum afgreitt umsóknir um framkvæmdaleyfi á grundvelli skýrslu og úr- skurðar um mat á umhverfisáhrifum og/eða deiliskipulags án þess að ákvæðum 2. mgr. sé fullnægt, enda þyki þá fullnægjandi grein gerð fyrir framkvæmd þar. Framkvæmdaleyfi er í eðli sínu stjórnvaldsákvörðun, þ.e. ákvörðun sem tekin er í skjóli stjórnsýsluvalds og er beint milliliðalaust út á við að tilteknum aðila eða aðilum og með henni er mælt fyrir á bindandi hátt um rétt eða skyldu þeiiTa í ákveðnu og fyrirliggjandi máli. Af þeim sökum fer um málsmeðferð við undirbúning að ákvörðun um hvort veitt skuli framkvæmdaleyfi samkvæmt stjómsýslulögum nr. 37/1993, sbr. 2. mgr. 1. gr. laganna. Þannig verða t.d. byggingaryfirvöld sveitarfélags að leiðbeina aðila við meðferð málsins í sam- ræmi við 7. gr. laganna og rannsaka málið á viðhlítandi hátt áður en ákvörðun er tekin í því, sbr. 10. gr. laganna. Haga ber afgreiðslu slíkra mála þannig að ákvarðanir í þeim verði teknar svo fljótt sem unnt er, sbr. 9. gr. laganna. Þá ber byggingaryfirvöldum sveitarfélaga að virða andmælarétt málsaðila. Ef þau afla t.d. upplýsinga frá öðrum aðilum, og upplýsingamar eru málsaðila í óhag og hafa verulega þýðingu fyrir úrlausn málsins, er þeim almennt skylt að veita málsaðila sérstakt færi á að tjá sig um upplýsingamar áður en ákvörðun er tekin í málinu sé honum ókunnugt um þessi nýju gögn, sbr. 13. og 14. gr. laganna.33 Akvörðun í máli skal tilkynnt aðila máls og skal þá veita honum leiðbeiningar um rétt hans til þess að fá ákvörðun rökstudda, hafi rökstuðningur ekki fylgt ákvörðun, svo og leiðbeiningar um heimild til að kæra ákvörðun sveitarstjórnar til úrskurðamefndar skipulags- og byggingarmála skv. 8. gr. skipulags- og byggingarlaga og kærufrest, sbr. 20. gr. stjórnsýslulaga. Ef vanrækt er að veita þessar leiðbeiningar lengist almennt kærufrestur aðila máls og frestur hans til þess að óska eftir rökstuðningi fyrir ákvörðun.34 Ef byggingarfulltrúi afgreiðir mál á grundvelli valdframsals byggingar- nefndar, sem samþykkt hefur verið af sveitarstjóm, skal afgreiðsla byggingar- fulltrúans á málinu færð til bókar á næsta fundi nefndarinnar til formlegrar afgreiðslu, sbr. 3. mgr. 39. gr. skipulags- og byggingarlaga. 33 Sbr. Alþt. 1992-1993, A-deild, bls. 3296 og Páll Hreinsson: Stjómsýslulögin - skýringarrit. Reykjavík 1994, bls. 166. 34 Sjá til hliðsjónar Páll Hreinsson: Stjórnsýslulögin - skýringarrit. Reykjavík 1994, bls. 272. 253
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.